Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 5

Morgunn - 01.12.1953, Page 5
MORGUNN 83 Para- psychologie. ystu um vísindalegar sálarrannsóknir, enda hefur það tíð- um átt afburðamönnum á að skipa til slíkra rannsókna. Nú virðist vera að koma breyting á þetta, og þessa elzta og virðulegasta allra sálar- rannsóknafélaga gæti ekki eins og oftast fyrr. Aftur er vaknaður mikill áhugi fyrir vísindagrein þeirri, sem nefnist Parapsychologie og fæst við flest sömu viðfangsefnin og sálarrannsóknamennirnir hafa glímt við. Félög hafa verið stofnuð í nokkurum löndum, sums staðar í beinu sambandi við háskólana, til þess að reka þessar rannsóknir. 1 félögum þessum eru allmargir spiritistar starfandi og einnig margir, sem ekki vilja viðurkenna skýringar spíritistanna á fyrirbrigðunum. Forvigismaður þessara rannsókna er hinn lærði sálfræðingur dr. J. B. Rhine, prófessor við Duke-háskólann í Bandaríkjunum. Mjög kemur einnig við sömu sögu þessarar nýju tegundar sálarrannsókna frú Eileen Garrett, sem hvorttveggja er í senn, fræg fyrir miðilsgáfu sína og mikil lærdómskona í sálarrannsóknum. Svo mikið nám skipar spiritisminn í ensku þjóðlifi, að ríkiskirkjan, biskupakirkjan, hefur ekki getað látið sig málið engu skipta. Fyrir allmörgum árum skipaði erki- biskupinn af Kantaraborg nefnd, sem átti að rannsaka fyrirbrigðin og sannanirnar, en svo tókst samt til, að niðurstöður nefndarinnar hafa aldrei verið birtar opinberlega í heild, og fyrir löngu er vitað og upplýst af mönnum, sem í nefndinni voru, að niðurstöður nefndarinnar voru svo hliðhollar spírit- ismanum, að dr. Lang, erkibiskup, vildi ekki láta birta þær í nafni kirkjunnar. Þó eru þær fyrir löngu orðnar almenningi kunnar frá sumum nefndarmanna sjálfum. Nú hefur dr. Fischer, núverandi erkibiskup af Kantaraborg og annar æðsti maður kirkjunnar, erkibiskupinn af York, skipað nefnd manna til að rannsaka andlegar lækningar. Nefndina skipa kunnir sálarrannsóknamenn, sálfræðingar, Enska biskupakirkjan lætur rannsaka andlegar lækningar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.