Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Page 15

Morgunn - 01.12.1953, Page 15
Séra Kristinn Daníelsson, præp. lion., fyrrum álþingisforseti. LíkrœÖa, er séra JÓN AUÐUNS dómprófastur flutti í dómkirkjunni 21. jiilí 1953. ★ Þegar ég mæli eftir hinn göfuga öldung, séra Kristin Daníelsson, sem fyrrum var prófastur, alþingismaður, al- þingisforseti og gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir þjóð sína, er mér mikill vandi bundinn. Ekki aðeins vegna þess, að líf hins hára öldungs spannaði yfir tíma- bil, sem náði hátt á öld, heldur einnig og miklu fremur vegna hins, hve líf hans var auðugt bæði af þeim mann- kostum, sem honum voru meðfæddir, og því, hvernig hann ávaxtaði þann sjóð. Sú mikla saga, sem vér reynum að hafa útsýn yfir í dag, hófst á hinu fornfræga setri margra höfuðklerka fyrri alda, Hrafnagili í Eyjafirði. Þar fæddist séra Kristinn 18. febrúar 1861, en foreldrar hans voru merkispresturinn séra Daníel Halldórsson og kona hans frú Jakobína Soffía Thorarensen. Eru þeir ættstofnar kunnir og frá þeim tók hinn ungi sveinn þær kynfylgjur, sem stóðu um hann vörð til æviloka, í full 92 ár. Á þessu gamla hefðarsetri ólst séra Kristinn upp með sex systkinum sínum, sem öll eru fyrir löngu farin af þessum heimi. En þeirra systkina varð, auk séra Kristins, Halldór bæjarfógeti kunnastur. Heimilinu að Hrafnagili lýsir séra Kristinn nokkuð í rit- gerð um móður sína, er kom út í ritsafninu Móðir mín, og sjálfur bar hann þess fagran vott, hvernig æskuheimilið hans hafði verið, en hann var „aristokrat“, höfðingsmað- ur af gamla skólanum, bæði fyrir uppeldi og erfð. Hann fór ungur í Latínuskólann og lauk prófi bæði

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.