Morgunn - 01.12.1953, Síða 16
94
MORGUNN
þaðan og síðan frá Prestaskólanum með hárri fyrstu
einkunn. Hann var mikill námsmaður og þegar á skóla-
árunum kom fram hjá honum iðni hins grandvara og
samvizkusama manns. Jafnhliða tók hann drjúgan þátt
í skólalífinu og naut gleði heilbrigðra æskumanna. Hann
átti margar skemmtilegar minningar frá skólaárunum,
sem hann hafði gaman af að rifja upp. Minni hans var
traust. Síðustu árin talaði hann um 80 ára gamla atburði,
eins og hefðu þeir gerzt þann sama dag. Hann var bekkj-
arbróðir og góðvinur Níelsar Finsens, og var ánægjulegt
að heyra hann segja fram minningar sínar um hinn heims-
fræga uppfinningamann og aðra kunna menn, sem farnir
eru af jörðunni fyrir hálfri öld eftir merkilegt dagsverk.
Þegar að afloknu prófi í guðfræði, vígðist hann hér
í dómkirkjunni til Sanda-prestakalls í Dýrafirði, og nú
er hann kvaddur hér í dag í sama gamla guðshúsinu og
hann var vígður í fyrir 69 árum. Líkför hans fór eftir
gömiu Skólbrúnni, sem fætur hins glaða stúdents gengu
að loknu glæsilegu stúdentsprófi fyrir 71 ári og fjórum
dögum.
Vinsældir séra Kristins í Sanda-prestakalli urðu snemma
miklar, enda voru honum falin þar ýms trúnaðarstörf,
svo sem í amtsráði og sýslunefnd, og með miklum sökn-
uði var hann kvaddur, er hann fór að vestan árið 1903
og fluttist suður að Útskálum. Þar var hann prestur og
prófastur fram til 1916, er hann fluttist til Reykjavíkur.
Þar syðra urðu vinsældir hans hinar sömu og fyrir vestan,
og söknuðurinn hinn sami, er hann kvaddi. Svo stórt rúm
skipaði séra Kristinn, að tómið var stórt, er hann fór.
Hann var sómi íslenzku kirkjunnar, hinn gáfaði, grandvari
og fyrirmannlegi klerkur, enda kveður íslenzka kirkjan
einn sinna beztu sona í dag. Kveðjur hennar og þökk ber
ég hér fram, vegna þess að biskup landsins er fjarri.
Á Útskálaárunum átti séra Kristinn þingmennskuferil
sinn, en hann var þingmaður sinna gömiu samsýslunga
í Vestur-ísafjarðarsýslu árin 1909—11, og þingmaður Gull-