Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 18

Morgunn - 01.12.1953, Side 18
96 MORGUNN skoðanir hans voru honum ekkert einkamál, sem þegja bæri yfir, heldur skoðanir, sem hann taldi réttastar á málum, sem skiptu þjóðina hans miklu. Hann var alltof hreinskilinn maður og e. t. v. of skapstór til að þegja um skoðanir sínar yfirleitt, og í sjálfstæðisbaráttunni fyllti hann jafnan þann flokkinn, sem lengst vildi ganga og fastast halda á sjálfstæðiskröfunum. Þetta einkenni hans sljófgaðist ekki með árunum. 1 hárri elli var hann svo lifandi maður, svo heitur þátttakandi í því, sem í almenn- um málum var að gerast, að undrun vakti. Þess vegna togaðist það á í sálu hans á tíræðisaldri, hvors hann ætti heidur að óska, að fá að hverfa úr fjötrum ellinnar og til Sumarlandsins, sem hann vissi að myndi bjóða sér miklu betri kjör, eða hins, að lifa hér lengur og fá enn um skeið að eiga hlutdeild í þessu jarðneska lífi, sem með öllum breytingum sínum og byltingum lokkaði hann enn á tiræðisaldri eins og ungan mann. Eftir að hann var orðinn rúmfastur, var náttborðið hans og sæng daglega hlaðið blöðum og bókum, og oft var fyrsta spurning hans til gestsins, sem að rúmi hans kom, þessi: „Hvað heldur þú að verði úr þessu öllu sam- an?“ Svo rík voru tengsl hins deyjandi manns við lífið. Ég held að allir, sem þekktu hann, hafi hlotið að óska sér þess, að verða gamlir á sama hátt og hann. En það er ekki öðrum gefið en þeim, sem svo eru gerðir, sem hann. Hann fluttist hálfsextugur hingað til Reykjavíkur, en ekki til að hvíla sig eftir umsvifamiklar embættisannir, þingstörf og margvísleg önnur trúnaðarstörf. Þá hófst aldarf jórðungs starf hans í Landsbanka Islands sem banka- ritara og endurskoðanda. Auk þess var hann yfirendur- skoðandi landsreikninganna um skeið, gjaldkeri Kvenna- skólans, sem þá var einkaskóli, um 17 ára skeið, starfandi í reglu Góðtemplara, o. fl. Trúnaðarstörfin hlóðust að hon- um enn, og fyrst á níræðisaldri vék hann öllu slíku frá

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.