Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Síða 20

Morgunn - 01.12.1953, Síða 20
98 MORGUNN ckki trú, viðurkenning visindalega sannaðra staðreynda, en ekki religion, og í öðru lagi var hann svo einlægur trúmaður, að hann þurfti ekki að bæta trú sína upp með neinu, hvorki spíritisma né öðru. En honum lá kristin- dómurinn í svo miklu rúmi, og hann elskaði svo heitri elsku kirkjuna, sem sjálfur hann og feður hans maður fram af manni höfðu þjónað, að honum var það brenn- andi áhugamál, að kirkjan færði sér í nyt þau vígðu vopn, sem sálarrannsóknirnar fá henni í hendur í baráttu hennar gegn efnishyggju. Um langan aldur hafði hann verið prestur og hann þekkti erfiðleika prestsins, bæði sem sálusorgara einstakl- ingsins og predikara fyrir söfnuðinn, þess vegna varð hinum trúaða alvörumanni það mikið alvörumál, að prest- arnir lærðu að notfæra sér í baráttu sinni niðurstöður hinna vitrustu sálarrannsóknamanna til að skilja sjálfir og gera öðrum skiljanleg ýms vandamálin í guðspjöllunum. Hann átti það til að vera óþoiinmóður við þá, sem honum fannst að ættu að skilja þetta, og hann leit svo á, að ef ekki yrði hægt að boða framhaldslífið sem ómótmælan- legt þekkingaratriði, væri vandséð um framtíð kirkjunnar. Við prest nokkurn, sem fuilyrti, að hann þyrfti engar sannanir i þessum efnum, trú sín nægði sér, sagði séra Kristinn: „Heiminn varðar ekkert um, hverju þú trúir í þessum efnum. Við höfum trúað svo margri vitleysu, boðað svo marga fjarstæðu. Spurningin er aðeins þessi: Hvað getum við vitað?“ Það sannaðist á séra Kristni sjálfum, hve sannfæring hans í þessum efnum var fölskvalaus og heil. Mér er eitt dæmi þess hugstætt. Fyrir þrem árum varð hann fyrir þeirri raun, að missa með óvæntum og sviplegum hætti son sinn, Daníel, sem hann átti elliárin með, frá stóru heimili. Fjölskylda hans og vinir komu saman, þegar lík þessa sonar var lagt í kistuna, en sjálfur stóð hinn niræði öldungur við kistugaflinn og söng hærri röddu en nokkur annar í stofunni og klökkvalaust eftirlætissálminn sinn:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.