Morgunn - 01.12.1953, Page 22
100
MORGUNN
hljómandi málmur eða hvellandi bjalla — — —Allt
verður að lokum einskis virði, nema hann.
Nú hjúkra séra Kristni engar jarðneskar hendur lengur,
en kærleikshendur í ódáinsheimunum veita himneska þjón-
ustu honum, sem merkilega þjónustu hafði af hendi leyst
í jarðneskum heimi.
★
Þegar ég kom heim
frá útför séra Kristins Daníelssonar, varð mér gengið fram hjá bóka-
skáp í vinnustofu minni, en þar er MORGUNN á einni hillunni. Hugs-
unarlaust tók ég niður eitt bindi og fletti því upp; varð þá fyrir
mér miði með þessu erindi, er ég hafði sent séra Kristni á afmælis-
daginn hans 1949:
Þótt kvöldalcuggar lengiat og dimmt aé ú dalnum
og dapurt í húmió aö sjá,
]>á logar af sólstöfum loftiö í salnum,
]>au leiftra ]>ar livolf]>ökin há.
Og sálin, er Hkaminn liggur í valnum,
skal lyfta sér duftinu frá.
Ekki er mér ljóst, hvers vegna ég tók MORGUN niður (og hitti á
þetta bindi), nema hvað ég líklega minntist þess óijóst, að lengi var
séra Kristinn búinn að leggja skerf sinn til ritsins. En mér fannst
sem hann talaði þarna til mín sjálfur.
Sn. J.