Morgunn - 01.12.1953, Síða 23
Á miðilsfundi í London.
Frú Gíslína og Einar H. Kvaran töluðu við mig.
EFTIR EINAR LOFTSSON.
★
Síðastliðið vor dvaldist ég um tima í London, og hugs-
aði ég mér að nota tækifærið að fá fund hjá einhverjum
góðum og viðurkenndum miðli, ef unnt væri, og sneri ég
mér því til London Spiritualist Alliance með beiðni um
fund hjá einhverjum þeirra miðla, er störfuðu á vegum
sambandsins. Málaleitan minni var tekið með ágætum,
og ég fékk tvo fundi með sama miðli, frú E. Bedford,
en eftir henni er hvað mest sótt af miðlum þeim, er starfa
á vegum sambandsins. Á fyrri fundinum var með mér
vinkona mín, búsett í London. Fundur sá var haldinn
16. júní. Hvorugt okkar hafði komið fyrr í Queensbury
Place né nokkur kynni haft af fólkinu þar,og ég hafði
ekki komið til Englands fyrr. Að þessu leyti voru skil-
yrðin hagstæð fyrir okkur sem fundargesti.
Við vorum kynnt frú Bedford með þeim hætti einum,
að henni var sagt, að þessi herra og frú yrðu fundargestir
hjá henni að þessu sinni. Margt athyglisvert var okkur
sagt á fundi þessum, og í fáum orðum sagt, var ekkert
atriði rangt. En ritari sambandsins sagði mér síðar, að
slíkt þætti mjög góður árangur á fundum með miðlum
þeirra.
Nú fýsti mig vitanlega mjög að fá annan fund með frú
Bedford og sagði ég henni því engin deili á mér, enda
spurði hún mig einskis um sjálfan mig. Sérstök atvik lágu
til þess, að ég fékk fund með þessum sama miðli þegar
daginn eftir. Þann fund fékk ég hálfri klukkustund eftir