Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 25

Morgunn - 01.12.1953, Side 25
MORGUNN 103 Einar H. Kvaran var fæddur 1859, dúinn 1938, 78 ára. „Hár hans hefur að mestu verið orðið hvítt, en verið mjög farið að þynnast ofan á höfðinu. En dálítið erfitt er að greina þetta í birtunni, sem er umhverfis hann.“ Þetta er rétt. „Ennið er mikið og fagurt, hátt og breitt, fagurlega lagað. Hann hefur skegg á efri vör, það er mjög orðið hært.“ Þetta munu allir kannast við, er sáu hann, og myndir af honum nœgja til að sýna, að þetta er rétt. „Augun eru björt, og það er eins og leiftri bregði stundum fyrir í þeim.“ Þetta var svo. Eg tók oft eftir því, einkum er liann ræddi hugðarmál sín. „Getur þú kannast við mann, er þetta eigi við?“ spurði Messenger, og ég svaraði því játandi. „Jæja, gott er það. Ég held líka að þú hljótir að gera það, hann er þér svo nálægur. Þið hafið verið mikið saman, verið nánir vinir. Það er eins og hann elski þig.“ Hér vil ég minna á ræðu þá, er ég flutti í S.R.F.l. og er prentuð i 20. árg. Morguns. „Hann segir: bróðir minn, og þó hafið þið ekki verið bræður í venjulegum skilningi, en hann segist hafa rétt til að nefna þig því nafni.“ Þetta er rétt. Messenger spurði, hvort ég gæti skilið þetta og játaði ég því. Hann sagði þá: „Gott, mikið er ég feginn. Heyrðu, þú varst hjá honum síðustu árin, sem hann var á jörð- unni. Ekki beinlínis í íbúðinni hans, en sama sem.“ Eftir að ég kynntist Kvarans-hjónunum, mátti segja að ég væri heimamaður hjá þeim og leigði síðari ár hans í húsi þeirra. „Þú hafðir herbergi, sem voru beint yfir íbúðinni hans. Það var svo sem ekki langt á milli ykkar, enda komst þú oft niður til hans og hann upp til þín. Þið þurftuð víst oft að hittast. Það hefur verið náið samstarf á milli ykkar.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.