Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 38

Morgunn - 01.12.1953, Side 38
116 MORGUNN ins sjálfs að verki? Var hægt að auka á fjölbreytnina í fyrirbrigðunum? Og enn lék dr. Westwood ákaflega hugur á að vita, hvort transinn væri alveg skilyrðislaust nauð- synlegur til þess að framkalla þessi fyrirbrigði? Honum lék alltaf grunur á, að transinn kynni að gera persónu- klofninguna mögulega. Var hugsanlegt, að unnt væri að gera miðilinn sjálfan áheyranda og áhorfanda að fyrir- bærunum? Þessum spurningum fóru tilraunamennirnir nú að velta fyrir sér. Vitanlega var auðvelt fyrir dr. Westwood og félaga hans að ganga úr skugga um, að þarna væru einhver önnur öfl að verki en Ada sjálf. Þegar litlu fingurnir á hinni svo- kölluðu Pansy tóku úrið og skiluðu því aftur, var miðillinn undir sterkri gæzlu dr. Westwoods. Mjög líkt var það, sem gerðist á fundunum á Sólvallagötu 3 með Einer Nielsen, síðast þegar hann var hér gestur S.R.F.l. Ég sat við vinstri hlið hans, mjög trúverðugur fundargestur við hægri hlið- ina, við héidum vandlega höndum hans og studdum fótum okkar á fætur hans, en á meðan léku sér við andlit mitt, hár mitt og hálsbindi örsmáir, ískaldir og einkennilega harðir fingur. Þeir tóku smáhluti á borðinu fyrir framan okkur og fluttu þá um herbergið, en hlutirnir voru smurðir með fosfór, þeir glitruðu eins og maurildi í myrkri til- raunaherbergisins, svo að auðvelt var að fylgjast með fJutningi þeirra, sem um 30 manns horfðu þar á í einu. Dr. Westwood langaði fyrst til að ganga algerlega úr skugga um, hvort raddirnar, sem töluðu víðs vegar um herbergið, væru algerlega óháðar raddböndum og talfær- um miðilsins sjálfs. Þess vegna lagði hann fingur sína á háis hennar og ofanverðan barka, þar sem talfærin lireyfast nær sem maður talar, en meðan raddirnar töluðu eða sungu í herberginu, var enga minnstu hreyfing hægt að merkja í talfærum miðilsins, og varir hennar bærðust ekki hið allra minnsta, meðan allir í herberginu hlustuðu á sönginn og talið. Dr. Westwood talaði við tenórsöngvarann, sem nefndi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.