Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 39

Morgunn - 01.12.1953, Side 39
MORGUNN 117 sig „Dan“, og spurði hann, hvernig þeir færu að því að framleiða þessar raddir. Hann svaraði, að „þeir“ byggðu upp utan við miðilinn efnisræn talfæri, sem þeir notuðu. Presturinn greip hendi sinni út í loftið, þar sem raddirnar virtust myndast, en þar var ekkert að finna. Raddirnar virtust myndast beint fyrir framan miðilinn, yfir eyðunni í borðplötuna, í á að gizka sex feta hæð frá gólfi. Því tóku tilraunamennirnir eftir frá byrjun, að aldrei varð hlé á söng eða blístri til þess að draga andann. Sér- staklega var þetta eftirtektarvert, þegar heil lög voru blístruð til enda viðstöðulaust og án þess að nokkurt hlé þyrfti að gera til þess að ná andanum eða draga andann. Einhverju sinni sagði dr. Westwood við tenórsöngvarann, „Dan“: „Hvernig get ég vitað með vissu, að þú sért sá, sem þú segist vera, en ekki aðeins annað sjálf miðiísins í einhverri mynd, sem á einhvern þann hátt, sem við þekkjum ekki, getur losnað frá vitund miðilsins og byggt upp þessi talfæri, sem þú ert að tala um að þið notið?“ Óðara svaraði þessi „Dan“: „Þið vitið ekkert um þetta. Þið hafið enga möguleika til að sanna, að við séum ekki einhver brot úr vitund miðilsins. Og við höfum enga mögu- leika til þess heldur. Okkur er heldur ekki ennþá ljóst, hvernig við eigum að sanna ykkur að við séum þeir, sem við segjumst vera. En gefið okkur tíma, og við skulum sanna ykkur það.“ Samtalið hélt áfram og dr. Westwood undraðist, af hve ótrúlegri þekkingu „Dan“ talaði um undirvitundina og miðilsgáfuna, og hann talaði af vitsmunum, sem lágu áreið- anlega fyrir ofan vitsmuni miðilsins sjálfs og talaði um sálfræðileg vandamál, sem hún hafði enga hugmynd um. Þá greip sú hugsun dr. Westwood, að e. t. v. heyrðu þau alls ekki þessar raddir, e. t. v. væru þau undir sef junar- áhrifum og ímynduðu sér aðeins að þau heyrðu allt þetta, e. t. v. væru þau öll aðeins á valdi sjálfsblekkingarinnar. Eins og svar við þessum grunsemdum hans kom furðulegt atvik fyrir á tilraunafundi nokkuru síðar. Hin fagra sópran-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.