Morgunn - 01.12.1953, Síða 43
MORGUNN 121
lokið. Hann fékk hér engu um þokað. En hann harmaði
þessi málalok mjög.
Um tilraunir sínar farast honum orð á þessa leið:
„Mér var nú ljóst, að öruggum en hægum skrefum var
ég að þokast til þeirrar sannfæringar, að skynsamlegasta
skýringin á fyrirbrigðunum með Ada Besinnet væri sú,
að hér væru ójarðneskar vitsmunaverur að verki í jarð-
neskum heimi. Þær báru hver um sig sín ákveðnu persónu-
einkenni. En samt voru fyrirbrigðin mjög einhæf og endur-
tóku sig því nær óbreytt. Mér fannst eins og ég væri að
horfa á leikara, sem kynni nokkur hlutverk, en gæti ekki
lært fleiri.
Við vorum ekki að reyna að sanna neitt.....samt
færðumst við öll til þeirrar skoðunar, að ójarðneskar vits-
munaverur væru hér að verki. Allir persónuleikarnir, sem
komu fram, staðhæfðu að þeir væru látnir menn.“
Dr. Westwood fannst ekki mikið til um andlegan þroska
þeirra vitsmunavera, sem hann kynntist þarna. Og fyrir-
bærin voru svo einhæf, að tilraunamönnunum kom saman
um, að hætta tilraununum, og svo var gert. Þeim var
Ijóst, að þeir myndu ekki komast neitt lengra áleiðis, þótt
þeir héldu áfram. Þeim fannst ekki svara kostnaði að
eyða tíma sínum í frekari tilraunir. En fundirnir með
Ada Besinnet höfðu haft mikil áhrif á þá alla og gáfu
þeim rækilegt umhugsunarefni, geysilegt efni til að vinna
úr. —
Að sumu leyti sýnist miðilsgáfa Ada Besinnet hafa verið
býsna lík miðilsgáfu Einer Nielsens. Fyrirbrigðin hjá hon-
um eru furðuleg, og þau gefa mikið umhugsunarefni
hverjum efasemdarmanni, sem verður vottur að þeim. En
þau eru einnig takmörkuð, svo að þegar búið er að gera
tilraunir með hann um nokkurn tíma, fara þau að endur-
taka sig með litlum tilbreytingum. En þau hafa sitt mikla
gildi til að sannfæra þá, sem ganga að tilraununum með
honum af opnum huga, um það, að sannarlega eru þar
annarleg öfl að verki, og mörg þeirra verða að þeirra