Morgunn - 01.12.1953, Qupperneq 56
Af hverju fór ég að gráta?
★
Við vorum að flytja búferlum í annað húsnæði í London.
Hús þetta var „terrace“-byggt, en þar hafði áður staðið
stórt hús. Hús þetta var fjórar hæðir auk kjallara. Á
hverri hæð voru tvö til þrjú herbergi. Við vildum ekki
fara þangað með börnin fyrr en flutningunum væri lokið
og búið væri að koma öllu í lag. Maðurinn minn, börnin
og annað heimilisfólk kom því ekki þangað fyrr en síðar.
Ég flutti þangað fyrst og svaf fyrstu nóttina ein í hús-
inu, að því undanteknu, að tvær daglaunakonur höfðu
þar herbergi til bráðabirgða. Ég sannfærðist þegar um,
að reimt væri í húsi þessu. Ég svaf í litlu herbergi, sem
var áfast við baðherbergi. öðru hverju varð ég vör við
einkennilegan hávaða og annarleg hljóð, en reyndi að telja
mér trú um að allt slíkt stafaði frá lofti í vatnsleiðslunni,
sem hægt myndi að koma í veg fyrir.
En þó að ég reyndi að telja mér trú um þetta, þá duld-
ist mér ekki, að slíkt gat ekki talizt orsök að þunglyndi
því og ömurleikakennd þeirri, er settist að huga mínum,
og lagðist á mig eins og heljarþungt farg. Þetta hálflam-
aði mig, og þegar maðurinn minn var kominn, sagði ég
einu sinni við hann: „Ég vona að ekkert óþægilegt sé í
vændum fyrir okkur hérna í húsinu.“ „Dálagleg byrjun
eða hitt þó heldur,“ svaraði hann ólundarlega. Ég minntist
ekki framar á þetta, en reyndi af öllum mætti til að
berjast á móti þessari ömurleikakennd, sem að mér sótti,
og mér tókst það að nokkuru leyti, eftir að fólkið mitt
var komið.