Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Síða 59

Morgunn - 01.12.1953, Síða 59
MORGUNN 137 Hvað veldur þessu dularfulla fótataki eða annarlegu hljóðum, er stundum heyrist á þessum eða hinum staðn- um? Er hér um að ræða enduróma eða bergmál frá liðn- um tíma? Eru þess konar fyrirbrigði eitthvað í ætt við útvarpsöldurnar, sem enginn greinir, fyrr en tækið er stillt í samræmi við tíðni þeirra? Getur nokkur skýrt hvernig á því stendur, hvers vegna þessi eða hinn skynjar slík fyrirbrigði, telur sig fá greint tilefni þeirra og orsakir, en aðrir verða einskis varir, þó að þeir hinir sömu standi hverjir hjá öðrum? Erum við máske lifandi útvarpstæki, sem stillast ósjálfrátt til sambands við ósýnilegan heim? Stundum hefur mér komið þetta til hugar. Svo var það dag einn um það leyti, sem birtu var farið að bregða, að ég sat ein inni í herbergi mínu. Stúlkan, sem gætti barnanna á daginn, var á neðri hæðinni, en börnin voru úti við. Ég var að gera við föt. Rökkrið færð- ist yfir og ég lagði flkina frá mér og hallaði mér aftur á bak í stólnum. Allt var kyrrt og hljótt. Einhver ömur- leikakennd færðist yfir mig, ég varð óumræðilega hrygg og fyrr en varði var ég farin að gráta, án þess að ég vissi nokkurt tilefni til þess. Hver veldur mér þessari sorg, hugsaði ég með sjálfri mér, en bætti við upphátt: Ég vildi að þú lótir mig sjá þig og segðir mér hvernig á þessu stendur. Beint framundan mér birtist stúlkuandlit. Blá augu störðu á mig, hárið var úfið og illa hirt. Ég sá að- eins andlitið, en ekki líkamann. Við horfðumst í augu ör- stutta stund. Ég fann ekki til neinnar hræðslu, og þó ein- kennilegt kunni að virðast, ekki minnstu undrunar. Hver ertu, og af hverju gerir þú mig svona hrygga? spurði ég upphátt. Mér fannst ég heyra svar hennar með eðlilegum hætti. Hún svaraði: „Það var alls ekki tilgangur minn að valda þér tárum, þú sem ert svo góð, en það var farið svo hræðilega illa með mig í þessu húsi. Ég var vandræða manneskja, það er mér að kenna að ýmsu hefur verið hnuplað frá þér. Ég sé svo eftir að hafa komið henni til að gera það.“ (Það er alveg rétt, að ég saknaði ýmissa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.