Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 8

Morgunn - 01.06.1947, Page 8
2 MORGUNN hins jarðneska efnis, frá því, sem var fyrir nokkrum ára- tugum, og að efnishyggjan, sem fyrstu frömuðir sálar- rannsóknanna urðu að heyja hörðustu baráttuna gegn, er nú í rauninni ekki til í heimi náttúruvísindanna. En höf. er annað ljóst, að með tilliti til andans og sálrænna fyrirbrigða, e.ru vorir tímar í ískyggilega ríkum mæli efnishyggjutímar eigi að síður. En höf. bendir á það í byrjun bókar sinnar, að spurningarnar séu að vakna um þá hluti, sem ójarðneskir eru kallaðir, og að menn spyrji margir, hvort ekki sé hugsanleg önnur skýring á alheim- inum en sú, sem tíðust er og flestir munu aðhyllast, ein- hver skýring, sem bendi út og upp yfir hinn jarðneska skynheim. Þetta er höfuðviðfangsefni þessarar litlu en merkilegu bókar, og þessvegna heitir hún: Fyrir handan skilningarvitin fimm, eða á ensku: Beyond the Five Senses. Margery Bazett bendir réttilega á það, að margir virðist eins og smeykir við hina sálrænu þekking, og hún kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé vegna þess, að menn hafi gert sig seka um þá firru, að hyggja hina sálrænu hæfi- leika einhvers annars eðlis en aðra hæfileika mannsins og sett þá í samband við töfra og jafnvel galdra, talið þá að einhverju verulegu leyti óheilbrigða í stað þess að skoða þá jafn eðlilega og hverja aðra hæfileika mannsins. Og vegna mikillar reynslu sinnar sem miðill, ætti höf. að vera dómbær um þessa hluti. Hún veit, að við miðilshæfi- leikann er ekkert töfrakennt, og þótt hann virðist vera sjaldgæfur, er hann einn af hæfileikum þeim, sem með manninum, heilbrigðum og náttúrlegum manni felast, og annað ekki. Það, sem greinir dulskynjunarhæfileikann svo nefnda frá öðrum hæfileikum mannsins, sé fyrst og fremst það, að hann er hæfileiki til að skynja inn á annað lífssvið en hin venjulegu skynfæri ná til. M. Bazett bendir á, að sumir þessara sálrænu hæfileika sýni, að maðurinn sé ekki eins háður tíma og rúmi og almennt er talið, aðrir þeirra sýni, að með manninum felst máttur til að sjá það,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.