Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 19

Morgunn - 01.06.1947, Page 19
MORGUNN 13 skipaninni. „Og nú, þegar ég skrifa þetta, er allt eins í herþerginu og ég sá það þá, rúmið mitt komið á þann stað, sem ég hafði engan veginn búizt við, að það ætti eftir að standa á, og aðrir húsmunir sömuleiðis." Annað dæmi sama eðlis minnist hún einnig á. Hún var að heimsækja vinkonu sína, og á leiðinni í gegn um garðinn heim að húsinu mætti hún likfylgd, sem fór fram hjá henni og hún sá greinilega með skyggni sinni. Þetta var í glaða sólskini. Vinkona hennar kom til dyra, og þegar M. B. spurði um manninn hennar, sagði hún, að hann væri dálítið lasinn þennan dag, en enginn taldi ástæðu til að óttast neitt í sambandi við hann. En innan eins árs var hann látinn, og líkfylgdin fór vitanlega þessa leið, heiman frá húsinu. Þetta segir höf réttilega benda oss á það, hve tíminn sé í raun og veru óverulegur, þegar maður geti skynjað á sama tíma nútíðina og framtíð, sem sé annars algerlega hulin, um leið, og í niðurlagi þessa kafla ritar hún á þessa leið: ,,----Hin yfirvenjulega sjón er allt önnur en hin venju- lega líkamlega sjón vor. Þannig get ég t. d. setið í herbergi mínu og húsmunirnir eru þar í kring um mig augljósir, svo og myndir á veggjum. En þegar hin yfirvenjulega sjón min fer að starfa, hverfur mér bókstaflega umhverfið í herberginu, ég sé það ekki lengur, heldur aðeins hið yfir- venjulega umhverfi eitt. Þetta hefi ég þrásinnis reynt.“ Hún vitnar því næst í umrnæli Harry Price, háskólakenn- ara í Oxford, um þetta, en hann segir: „Þetta virðist vera nokkurnveginn hið sama og oft gerist í venjulegum draumum, þegar við verðum vör við, eða skynjum hluti, sem eru ógagnsæir og eru fastir fyrir skynjuninni, en skynjum þá ekkert af hinu raunverulega umhverfi. Það virðist svo, sem þessar skynjanir séu hvorki algerlega hugrænar eða algerlega hlutrænar, en liggi ein- hversstaðar þar á milli.“ Þá bendir höf. á, að til sé einnig það, að maður sjái sam-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.