Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 20

Morgunn - 01.06.1947, Page 20
14 MORGUNN tímis hina yfirvenjulegu hluti og umhverfið jarðneska um leið, og hún vitnar í þessi ummæli próf. Price um það: „Tveir raunveruleikar virðast vera hér að verki í einu og starfa saman á kynlegasta hátt, hinn venjulegi veru- leiki, sem verkar á sjóntaug mannsins og gerir honum kleift að sjá hlutina, sem í kring um hann eru, og hinn annar, óvenjulegi raunveruleiki, sem sennilega er óefnis- legur með öllu, en gerir það samt að verkum, að maður getur séð framliðna menn. Það er mjög furðulegt, að þessa tvo raunveruleika skuli vera hægt að skynja sam- tímis. . . “ Þótt maður loki öðru auganu með fingrinum, ætti það ekki að gera neitt til um þessa yfirvenjulegu hluti, og eins ætti að vera sama, þótt báðum augum væri lokað ef það er rétt, sem ,,okkultistarnir“ segja, að þarna sé annað skyn- færi, hið svonefnda „þriðja auga,“ notað.“ Margery Bazett segir: „Þetta er vissulega svo, að þegar um hina innri sjón er að ræða, er hið „þriðja auga“ starf andi. Sjálf hefi ég séð þetta ,^þriðja auga“ á sálrænu fólki og skyggnu. Það er á enninu, milli líkamsaugnanna tveggja. Prófessor Price skrifar, að sér þyki það ákaf- lega athyglisvert, að hið sálræna ljós kasti engum skugga, og að lokum segir hann: „----Það er í rauninni ekki furða, þótt fólk eigi erfitt með að viðurkenna sálrænu fyrirbrigð- in, og það er ekki furða, þótt menntaðasta fólkinu verði það erfiðast, fólkinu, sem mest hefir aflað sér af hinni viðurkenndu þekkingu og þekkir bezt þær aðferðir, sem notaðar hafa verið til þess að ná þeirri þekkingu, því ein- mitt þetta fólk hefir meira að missa en aðrir.“ Að sjá framliðna. heitir næsti kaflinn, og þar minnist höf. á ástandið í Bret- landi á styrjaldarárunum og segir:

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.