Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 29

Morgunn - 01.06.1947, Page 29
MORGUNN 23 Var það hugsanlegt, að um leið og listamaðurinn var að leika á hljóðfærið, væri hugur hans að leita til þessa gamla bæjar og þessarar gömlu dómkirkju til þess að heyra ómana frá orgelinu? Hafði hann átt heima þar, sem hann gat heyrt óminn frá dómkirkjuklukkunum? Var honum á þessari stundu í huga endurminningin frá bernsku hans og æsku? Því, sjá, eitt augnablik, meðan hann lék, um- myndaðist andlit hans, bak hans varð beint, hann varð eins og æskumaður ásýndum. Létt hönd snart öxl hans sem snöggvast, og andamynd af roskinni, svartklæddri konu beygði sig lítið eitt niður að honum. Hann var að leika sónötu, sem þeim hafði áreið- anlega báðum verið kær, og minnti hana á vordaga snill- ingsins, sem hún hafði elskað í æsku hans. Hendur þeirra og fingur voru alveg eins, og mér fannst sem hún mundi hafa dvalið marga stund við að búa til fínustu knipplinga, því að einnig hún hafði verið gædd sköpunargáfu listamanns- ins. Samband móður og sonar sýndist vera óvenjulega sterkt, og mér virtist saknaðarkennd einstæðingsskapar og fjarlægðar frá því, sem hann unni, gagntaka hann þessa stund.“ Þá lýsir höf. því sem fyrir hana bar einhverju sinni í leikhúsi, og hún segir þannig frá: ,,Ég sat í stúku í fullu stóru leikhúsi, og það var verið að leika vinsælt leikrit. Ég þekkti einn af leikurunum, en um sögu hans og æviferil var mér gersamlega ókunnugt. . . . Auk leikendanna sá ég öðru hvoru á leiksviðinu unga konu. Hún fylgdi eftir leik leikendanna með mikilli athygli og áhuga.Hún var gædd mjög miklum yndisþokka, og þegar ég sagði leikaranum, sem ég þekkti, frá þessu síðar um kvöldið, fékk það mjög á hann. Hann sagði mér, að þessi kona hefði verið leikstjóri þeirra og að allur flokkurinn hefði elskað hana. Hún hefði verið við leikhúsið meðan kraftar hennar entust, en þegar hér var komið var hún nýdáin, eftir langvarandi veikindi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.