Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Síða 29

Morgunn - 01.06.1947, Síða 29
MORGUNN 23 Var það hugsanlegt, að um leið og listamaðurinn var að leika á hljóðfærið, væri hugur hans að leita til þessa gamla bæjar og þessarar gömlu dómkirkju til þess að heyra ómana frá orgelinu? Hafði hann átt heima þar, sem hann gat heyrt óminn frá dómkirkjuklukkunum? Var honum á þessari stundu í huga endurminningin frá bernsku hans og æsku? Því, sjá, eitt augnablik, meðan hann lék, um- myndaðist andlit hans, bak hans varð beint, hann varð eins og æskumaður ásýndum. Létt hönd snart öxl hans sem snöggvast, og andamynd af roskinni, svartklæddri konu beygði sig lítið eitt niður að honum. Hann var að leika sónötu, sem þeim hafði áreið- anlega báðum verið kær, og minnti hana á vordaga snill- ingsins, sem hún hafði elskað í æsku hans. Hendur þeirra og fingur voru alveg eins, og mér fannst sem hún mundi hafa dvalið marga stund við að búa til fínustu knipplinga, því að einnig hún hafði verið gædd sköpunargáfu listamanns- ins. Samband móður og sonar sýndist vera óvenjulega sterkt, og mér virtist saknaðarkennd einstæðingsskapar og fjarlægðar frá því, sem hann unni, gagntaka hann þessa stund.“ Þá lýsir höf. því sem fyrir hana bar einhverju sinni í leikhúsi, og hún segir þannig frá: ,,Ég sat í stúku í fullu stóru leikhúsi, og það var verið að leika vinsælt leikrit. Ég þekkti einn af leikurunum, en um sögu hans og æviferil var mér gersamlega ókunnugt. . . . Auk leikendanna sá ég öðru hvoru á leiksviðinu unga konu. Hún fylgdi eftir leik leikendanna með mikilli athygli og áhuga.Hún var gædd mjög miklum yndisþokka, og þegar ég sagði leikaranum, sem ég þekkti, frá þessu síðar um kvöldið, fékk það mjög á hann. Hann sagði mér, að þessi kona hefði verið leikstjóri þeirra og að allur flokkurinn hefði elskað hana. Hún hefði verið við leikhúsið meðan kraftar hennar entust, en þegar hér var komið var hún nýdáin, eftir langvarandi veikindi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.