Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 43

Morgunn - 01.06.1947, Side 43
MORGUNN 37 Því næst segir höf., Margery Bazett, frá ýmsum dæm- um þessa úr eigin reynslu sinni, og er eitt þeirra þetta: „Mig langar að lýsa því, hvernig hægt er að nota þetta vald, þennan hæfileika, til þess að grennslast eftir fólki, sem er „saknað,“ hefir týnzt. Það er stundum hægt að komast á snoðir um afdrif þess með því móti, að halda á einhverjum hlut, sem því hefir tilheyrt, hlut, sem það hefir notað. Fyrir nokkurum árum bar svo við, að ég hafði lengi dags verið að aka í bifreiðinni og kom seint heim, en þá beið mín ókunnur gestur heima. Þetta var kona, sem sagði mér, að vinkona sín væri stödd í miklum erfiðleikum, vegna þess, að niu ára gamall sonur hennar væri týndur og hefði ekki komið heim í tíu daga. Konan væri yfirkomin af ótta um afdrif hans. Faðir hans væri dáinn, en hún yrði sjálf að vinna utanhúss daglega og skilja börnin eftir heima mikinn hluta dags- ins. Þessi drengur væri elztur barnanna og hefði orðið að gæta hinna tveggja, sem væru yngri. Það hefði sézt síðast til hans, að hann hefði verið send- ur með peninga í búð til þess að kaupa eitthvað fyrir heimilið, en um kvöldið, þegar móðirin kom heim, hefðu bömin sagt, að John (dulnefni) bróðir þeirra hefði ekki komið heim aftur. Þessi vinkona móðurinnar, sem kom til mín fyrir hana, skildi eftir hjá mér lítinn bút af neti, sem John hafði búið til, ef ske kynni, að netbúturinn gæti hjálpað mér til að ná sambandi við drenginn. Konan hafði heyrt, að ég hefði stundum hjálpað fólki í samskonar vandræðum og bað mig nú innilega, að reyna að hjálpa móðurinni, sem væi’i friðlaus síðan drengurinn hennar hefði horfið. Þetta sama kvöld hélt ég á netbútnum og reyndi að taka á móti einhverri vitneskju um drenginn, og þá vitneskju fékk ég óðara, að allt væri öruggt um hann og að hann væri í góðra manna höndum, ekkert hefði

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.