Morgunn - 01.06.1947, Qupperneq 52
46
MORGUNN
en þegar ég er kominn fram á gólf, verður mér litið á
rúmið og sé þá líkama minn, þar sem hann liggur sem
dauður væri í rúminu. Ég stari á hann litla stund, og verður
mér ekki um sel, en geng að rúminu og leggst ofan á lík-
amann og fer að soga mig inn í hann. Eftir litla stund er
allt komið í samt lag, en ég finn að ég dreg andann nokkuð
þyngslalega. Ég hugsa með mér, að fyrst ekki sé erfiðara
að yfirgefa líkamann en þetta, sé það bezt að reyna á
nýjan leik. Eftir litla stund er ég kominn fram á gólf, en
þá alklæddur, en fötin voru svartur ,,Jaket“ og röndóttar
buxur, eins og tízkan var þá. Ég líð út um dyrnar, niður
stigann og alla leið út á götu, held svo áfram niður í bæ,
og staðnæmist fyrir utan glugga á húsi í Kirkjustræti,
þar sem kunningi minn bjó, og ætlaði að vita, hvort ég
gæti látið hann verða mín varan. En í því ég ætlaði að
framkvæma þetta, sé ég hvar tveir menn ganga austur
götuna, og datt mér þá í hug, að það sé betra að slást í
fylgd með þeim, og vita hvort þeir finni ekki nærveru
mína, en í því ég ætlaði að ganga til þeirra, var eins og
kippt væri í mig, svo ég tókst á loft og sveif á milli þeirra.
Ég lít til baka til að sjá, hvort þeir hafi orðið mín varir,
en svo virtist ekki. Það er svo ekki að orðlengja það, en
ég veit ekki fyrr til en ég er kominn inn í herbergið mitt,
en þá sé ég einhverja veru, sem er við fótagaflinn á rúmi
mínu. Ég verð hálf hvumsa við, en skeyti því þó engu,
en fer að samlagast líkamanum, og gekk þaö í alla staði
vel. Þegar ég hafði komizt í samt lag, var drepið á dyr
hjá mér. Er það þá sambýliskona mín, og kemur hún
með kaffi og kökur til að hressa mig á, því að hún hafði
orðið vör við að ég væri heima. Ekkert varð mér meint
við þessa för, nema hvað mér fannst ég vera hálf þreyttur,
þegar ég gat hreyft likamann.
Nú var eftir að fá skýringu á veru þeirri, sem sat við
rúmið, þegar ég kom heim, en hana fékk ég á fundi í
Sálarrannsóknafélagi fslands í febrúar 1919. Þar flutti