Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 54

Morgunn - 01.06.1947, Side 54
48 MORGUNN sá ég fram undan mér mjög há fjöll. Skyldi ég virkilega eiga að fara upp þessi feikna fjöll, hugsaði ég, og jafn- framt skaut þeirri hugsun upp í huga mínum, sú hræðilega hugsun, að ef blessuð börnin mín vöknuðu og sæju líkama minn liggjandi í rúminu sem liðið lík, og þau alein í húsinu! Áfram var haldið og komið að fjöllunum. Þar varð fyrir mér heljarstórt bjarg, sem skipt var í tvennt og var örmjó rauf í það. Ég ætlaði að fara fram hjá bjarginu, en vera sú, sem stjórnaði för minni, benti mér að fara í gegnum þessa sprungu og vitanlega varð ég að hlýða, og komst það, með ótrúlegu móti. Þegar upp á fjallið kom, sá ég í fjarska sólroðin fjöll, eða svo virtist mér, en þegar nær dró, sá ég að þetta voru hús, fremur stór þyrping, og var það að sjá utan í fjalls- hlíðinni. Það sem vakti undrun mína, var, að ég sá fólk, sem sat þarna og virtist vera að baða sig í sólskininu, flest var þetta aldrað fólk. Ekki man ég eftir að ég þekkti neitt af þvi. Fyrir framan pallinn, sem fólkið sat á, var steinsteypt þró, sem mér sýndist vera full af vatni og var líkust sund- laug. Ég horfði á þetta litla stund, en svo bendir fylgdar- maður minn mér að fara þarna niður í. Vitanlega hlýddi ég tafarlaust, það var ekki um annað að gera. Þegar ég hafði steypt mér út í, fann ég ekki til vatnsins, og komst svo hjálparlaust upp á bakkann aftur. Þá varð mér litið til fólksins sem sat þarna og sá að það hugsaði: „Hann er ekki dáinn, þess vegna kemst hann svona fljótt upp úr.“ Rétt í því finn ég, að tekið er utan um axlir mér og mér snúið i hálfhring. Sé ég þá inn í sal líkt og loftsal og sé ég hvar gamallt fólk situr þar, til vinstri handar, þegar horft var inn, en hægra megin sé ég konu standa við borð og er hún að vinna þar eitthvað, sem ég gat ekki greint. Þegar hún lítur við, þekki ég konu mína, en hún var þá dáin fyrir þrem árum, og ætlaði að ganga til hennar, í raun og veru ætlaði ég að hlaupa, því ég þráði hana mjög,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.