Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 58

Morgunn - 01.06.1947, Side 58
52 MORGUNN um, að lífið á hinum ýmsu tilverusviðum annars heim sé svo margbreytilegt, að ekki sé nokkur sanngirni að ætlast til, að svör allra séu samhljóða í aukaatriðum, en í megin- atriðum ber þeim saman, það vita allir þeir, sem við þessar rannsóknir hafa fengizt. öllum, sem samband hefir náðst við, ber saman um, að tilverusviðin séu mörg, og að hver maður fari, eftir líkamsdauðann, á það svið, sem bezt svari þeim þroska, sem hann hafði náð hér í heimi. Þetta er í algerri andstöðu við ríkjandi hugmyndir ýmissa leiðandi mánna í trúar- efnum, þar sem um annað á ekki að vera að ræða, en eilífa sælu eða eilífa útskúfun. öllum ber þeim einnig saman um, að miskunn Guðs vaki jafnt yfir öllum, hvort sem er á æðstu eða lægstu sviðunum, en vanþroska sálir eigi erfiða leið fyrir höndum og líðan þeirra verði ekki sem glæsilegust fyrst í stað — mismunandi lengi — eftir dauðann. Það mun hafa verið í danskri bók, að ég Samgöngutæki las þá staðhæfingu, að á vissu sviði ann- og næring. ars heims þyrftu menn að neyta ávaxta til þess að viðhalda líkama sínum, og að samgöngutæki væru nausynleg til þess að komast leiðar sinnar. Þegar ég lagði þessa spurningu fyrir látna vini mína, hlógu þeir að henni og sögðu: Við fáum næringuna úr andrúmsloftinu, er við öndum að okkur. Og samgöngu- tæki þurfum við engin önnur en okkar eigin huga. Spurn- ing: Hvernig farið þið þá að því, að komast þúsundir milna á fáum augnablikum? Svar: 1 fyrstu getum við þetta ekki, eða vitum ekki að við getum það. Við þurfum að læra að þjálfa hugann, svo að hægt sé að beita honum á þennan hátt, en þá er þetta enginn vandi. Þú hugsar þér t. d., að þú viljir fara til Spánar. Þú einbeitir huga þínum að þessu marki, og þú veizt, að þér tekst það. Þá ertu kominn þangað á sama augnabliki, Fjarlægðimar hafa ekkert að segja.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.