Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 70

Morgunn - 01.06.1947, Side 70
64 MORGUNN London, er ég kom þangað. Við urðum harla fegnir að hitt- ast og geta verið saman, og svo vel vildi til, að ég hafði pantað 2 herbergi í hóteli, en þar sem væntanlegur ferða- félagi minn héðan að heiman gat ekki farið, sat ég uppi með herbergin, og nú flutti Jónas í annað þeirra, og gátum við því verið saman í öllum okkar frístundum. Þegar Jónas heyrði hvert ég æ£laði, vildi hann auðvitað fá að vera með, og var það mál auðsótt frá minni hálfu. Við lögðum af stað á tilteknum tíma í einkabíl eins vinar míns, Englendings, sem ekkert hafði kynnzt sálrænum efnum. Hann fann auðvitað Christchurch Road, og hlið með spjaldi. sem letrað var á: ,,The Sanctuary." Þar gengum við inn og eftir stíg með lifandi girðingu úr ,,Buxbom“ til beggja handa. Þetta var gangur inn í fagran garð, umluktan stórum trjám. Fuglakvakið var dásamlegt og mikill friður hvíldi yfir öllu þessu yndislega umhverfi. Byggingin stendur í garðinum og er tveggja hæða hús. Sérstakur inngangur er í kapelluna. Fyrst er komið inn í anddyri, sem er biðstofa með borð- um og sætum. Úr því er inngangur bæði í kapelluna og íbúðina. Þegar við komum þarna í anddyrið, voru þar fyrir nokkr- ar manneskjur, er auðsjáanlega biðu eftir að komast að í kapellunni. Þarna var afar mikil kyrrð yfir öllu, enda teppi á gólfi, svo fótatak heyrðist ekki. Á móti okkur kom öldruð kona og ég sá strax að það var ekki Mrs. Parish, þvi hana þóttist ég þekkja af myndum, enda reyndist þetta vera ráðskona hennar í heimilinu. Hún sagði okkur félögum að lagt hefði verið fyrir sig að fylgja okkur strax inn í kapelluna, og gerði hún það. Okkur varð dimmt fyrir augum, er við komum úr sól- skininu inn í kapelluna, en brátt birti og við gátum skygnzt um þar inni. Þetta var lítill salur með upphækkuðu gólfi fyrir enda,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.