Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 72
66 MORGUNN Við sátum þarna yfir eina klukkustund og undum okkur hið bezta við fjörugar samræður um andleg mál, og að lokum var hinn enski vinur minn orðinn svo hrifinn af því, sem hann sá og heyrði þarna, að á heimleiðinni hafði hann orð á því við mig, hversu dásamlegt þarna væri, og hafði lika orð á að fá tengdamóður sína, sem var mjög heilsu- veil, til að fara þangað og leita bóta. Áður en við fórum, bauð frúin mér að koma aftur næsta föstudag, ef ég vildi reyna að fá bót á gömlum sjúkdómi, sem ég hefi gengið með í 45 ár, og tók ég því boði. Þann dag sagðist hún verða sjálf við lækningatilraun- irnar og skyldi gera fyrir mig allt, það hún gæti. Ég kom svo aftur þangað á tilsettum tíma, og var strax vísað inn í kapelluna af sömu konunni og í fyrra skiptið öll sæti voru þar skipuð utan eitt í fremstu röð næst kórnum, og þangað var ég leiddur. Ég gerði sem aðrir karlmenn þarna, fór úr skóm, jakka og vesti. Strax kom Mrs. Parish til mín og fór að framkvæma lækningatilraunirnar og stóð það yfir um 20 mínútur til hálftíma. Síðan hélt hún höndum yfir mér og baðst fyrir, bað innilega fyrir að ég mætti fá fullan bata meina minna, svo og aðrir, sem liðu. Mér virtist hún vera í trans eða þá hálf-trans, en í gegnum hann talaði til mín egypzkur læknir, er nefndi sig Abdulativ. Maður þessi var sann- anlega til og var samtíðarmaður Snorra Sturlusonar. Að þessu loknu kom til mín sama konan og vísaði mér til sætis, og bað mig nú að fylgja sér. Við gengum úr salnum og upp á loft í íbúðinni. Þar geng- um við gegnum stóra skrifstofu, þar sem tveir menn unnu að því að búa um bréf, og svo þaðan inn í herbergi, sem er hið allra helgasta í þessu húsi, það var bænherbergi Mr. W. T. Parish sjálfs, þar sem hann bað fyrir fjarlægum sjúklingum. Alls staðar voru þykk teppi á gólfum, svo ekk- ert fótatak heyrðist, svo var og þama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.