Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 82

Morgunn - 01.06.1947, Side 82
76 MORGUNN en leiðangursins var von til Kumassi, var mér sagt af einum þjóna minna, að landsstjórinn hefði komið til borg- arinnar um hádegið, en nú var klukkan 1,30. Klukkustundu síðar var mér sagt þetta sama í þorpinu af rosknum höfð- ingja, og tekið skal það fram, að hann hafði fengið góða menntun. Þegar ég brosti að staðhæfingum hans um þetta, því að vitanlega hugði ég þetta vera þvaður eitt, benti hann mér ofur hógværlega á, að þarlendum mönnum bærust fregnir um eitt og annað miklu fyrr en hvítum mönnum, „fréttaþjónusta okkar er miklu hraðvirkari en ykkar,“ bætti hann við. Tekið skal það fram, að efri hluti símalin- unnar var í umsjá konunglegu verkfræðingadeildarinnar og strandlínurnar voru eingöngu notaðar af stjórnarvöldun- um. Hann virtist hafa rétt fyrir sér, því að um kvöldið var þessi frétt tilkynnt í opinberu símskeyti, en það skal tekið fram, að útilokað er, að þessir menn hafi fengið vitn- eskju um komu landsstjórans með venjulegum hætti. Hvernig þetta gerist er öllum ófræddum hulið, en menn þeir, sem hér um ræðir, eru meðlimir í leynilegum félags- skap þarlendra manna. Ég hefi fengið að vita eftir góðum heimildum, að hæfileikar þessara manna til skyggni og fjarskynjunar séu vaktir með líkamlegri þjálfun aðeins, og þegar nemandinn hefir verið fræddur um aðferðirnar og hann hefir lært að beita þeim, verður hann að iðlca þær stöðugt til þess að ná fullkomnun í beitingu þessara hæfi- leika. Þekkingu á þessu virðist skipt i 3 aðgreind stig, og er sérstökum aðferðum beitt við hvert þeirra, og verður nem- andinn að njóta fræðslu sérstaks kennara á hverju þeirra, en leyfi til slíks náms er þó aðeins veitt með leyfi æðsta stjórnanda félagsskaparins, en mjög sterk leynd hvílir yfir starfsemi hans. Og þeir munu vera mjög fáir, sem taldir eru hæfir til að hljóta fullkomna fræðslu um leyndardóma hans. Þessi stig virðast skiptast þannig: 1. Skyggnihæfileiki.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.