Morgunn - 01.06.1947, Side 86
80
MORGUNN
gat ekki vitað hið minnsta fyrirfram um heimsókn mína,
því að samtímis og mér datt í hug að fara á fund hans, fram-
kvæmdi ég það áform mitt.“
Tilraun með sálíarir.
Þegar menn fara sálförum, geta þeir stundum gert sann-
anlega vart við sig á stöðum, sem þeir fara til. 1 bókinni
Spirits before our Eyes segir höf frá því, að eftir að búið
var að dáleiða frú Loomis, hafi hann beðið hana að fara
inn í tiltekið hús og hreyfa þar einhvern hlut í návist hús-
móðurinnar, frú Gregory. Frú Loomi tók því treglega, en
sagðist mundu reyna. H. u. b. þrem mínútum síðar sagði
hún, að nú hefði hún komið inn í herbergi frú Gregory,
sem hefði setið þar með vinkonu sinni, og hún bætti við:
„Ég lét frú Gregory finna stingi í handlegginn, og hún
sagði vinkonunni, sem hjá henni yar, frá því.“ Frú Gregory
bjó í hálfrar annarar mílu fjarlægð og Harrison, sem til-
raunina gerði, fór þá þegar á fund hennar. Um það leyti.
sem frú Loomi sagðist hafa komið til hennar, kvaðst frú
Gregory hafa verið með vinkonu sinni í herberginu og verið
að leika á slaghörpu, en snúið sér í miðjum klíðum til vin-
konu sinnar og sagt:: „Ég veit ekki hvað að mér er, ég
hefi allt í einu svo miklar þrautir í hægri handleggnum.
að ég get ekki haldið áfram.“ Vinkonan, sem með henni
var, staðfesti þetta.