Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 61

Morgunn - 01.12.1951, Page 61
Bréf frá Guðmundi HannessynÉ Í SVARTASKÓLA. Framh. IV. 31/1. ’ll. Hvað skal nú til bragðs taka, lesari góður, eftir þennan síðasta fund með ölum draugaganginum? Ekki er til neins að dyljast þess, að við höfum til þessa gripið í. tómt, er við lögðum snörur fyrir svikarana í draugafélaginu. Annaðhvort er hér ekki um svik að ræða, eða þau eru leikin af aðdáanlegri list, sem betur væri varið til einhvers þarfara. Við erum hér í illum vanda staddir. Annars vegar getum við ekki trúað því, að þessi fíflalæti standi í sambandi við dauða menn, getum yfir- leitt ekki trúað því undri, sem slík trú byggist á, og svo er allt þetta að flestu leyti svo fjarstætt geðfelldum hug- sjónum um annað líf. Hins vegar finnum við enga álitlega smugu, sem skýrt geti fyrirbrigðin á eðlilegan hátt. Miðl- inum væri að vísu í lófa lagið að koma svikum við í ýmsu smávegis, t. d. með búktali, hreyfingum hluta, sem nærri honum eru o. fl., en mestur hluti fyrirbrigðanna er þó þannig, að sjálfur miðillinn á þess engan kost að koma brögðum við. Við erum þá litlu bættir þó eitthvað af fyr- irbrigðunum væru prettir, sjálfráðir eða ósjálfráðir, ef þau að miklu eða einhverju leyti eru óskiljanleg undur. Eftir allt þetta verðum við vondaufir um það að upp- götva svik eða geta skýrt fyrirbrigðin. Það verður að segja svo hverja sögu sem hún gengur. Samt sem áður: Við veröum að grafast betur fyrir þetta. Hver veit nema einhver óvænt heppni vilji okkur til, ef við höldum þolin- móðlega áfram að athuga og höfum augun opin!

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.