Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 21

Morgunn - 01.06.1952, Side 21
MORGUNN 15 Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á því, hverjir „stjórn- endurnir“ séu, en árangurinn hefur orðið harla lítill. Þeir eru svo óljósir, að erfitt er að hafa hendur í hári þeirra og sannprófa þá. Margar tilgátur hafa komið fram um það, hverjir ,,stjórnendurnir“ væru, eins og t. d. sú, að þeir séu ekkert annað en annar persónuleiki miðilsins sjálfs. Sú skýringartilgáta er einnig gersamlega ófullnægj- andi, því að vér höfum enga sönnun fyrir henni. Mikillar rannsóknar er þörf á „stjórnendunum“ og öll- um modus operandi miðilsgáfunnar. Vér vitum, að f jarhrif milli lifandi manna eru raunverulega möguleg, og hvers- vegna ættu þá ekki fjarhrif milli lifandi manna og lát- inna að vera möguleg? Vissulega er hugsanlegt, að fram- liðnir menn geti sent skilaboð til hugar einhvers mót- tækilegs manns, án þess að þurfa að stjórna og nota efn- islíkama hans. Vel er hugsanlegt, að lykillinn að leyndardóminum um sterka miðilsgáfu sé sá, að fjarhrifasamband sé milli mið- ilsins og framliðinna manna, en að „stjórnendurnir” séu aðeins meðalgangarar, eða eins og tækið, sem gefur okk- ur símasambandið. Verurnar, sem samband hafa við oss í gegn um miðl- ana, segja oft, að þeir hafi samband við miðilinn með hjálp einhvers fjarlægs ,,stjórnanda“ og geti ekki ævin- lega sjálfir komizt niður í jarðneska efnisheiminn. Sé svo, er skiljanlegt, að æðsta og fullkomnast sambandið sé þá einmitt ekki við þá, sem sjálfir stjórna miðlunum og tala gegn um þá í dásvefninum, en að fullkomnasta sambandið náist í gegnum þá miðla, sem geta náð fjarhrifasambandi frá verum, sem frá sínu eigin tilverusviði senda fjarhrif- in til miðilsins. Þetta er hugsanlegt. Á þessum tímum er miðillinn, sem raunverulega er far- vegur fyrir sálrænt samband, dýrmætur maður. Þúsund- um manna, sem eru ruglaðir á þessari efnishyggjuöld, get- ur hann fært sannanir fyrir framhaldslífinu og tilverunni eftir dauðann. Hann er símaþráðurinn milli hins jarðneska

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.