Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 28

Morgunn - 01.06.1952, Page 28
22 MORGUNN góður eiginmaður og faðir. En nú vil ég hafa leyfi til að spyrja: Er líklegt að það verði til tjóns venjulegum og góðum manni á vorum tímum, að hann fengi hugboð um eða vissu fyrir því, að góðleikur hans og skyldurækni eigi siðar að bera ávöxt fyrir sjálfan hann og bera hundrað- faldan ávöxt. Eða mundi það verða til tjóns afbrotamann- inum að fá að vita, að einnig fyrir hann væri von, að einn- ig hann fengi nýja möguleika? Ég álít þvert á móti, að vissan um þetta, örugg vissa um þróun í framtíðinni sé blátt áfram hjáparráð fyrir mannkynið. 1 þessu sambandi hafa margir spurt mig, hversvegna menn eigi að vera að vinna að sinni andlegu þjálfun, ef það sé rétt, sem guðspekingar og spíritistar kenna, að fyrr eða síðar eigi allar sálir að öðlast fullkomnun og ham- ingju. Ég svara: Hversvegna velja allir menn heldur skemmri veginn en þann lengri? Lengri vegurinn merkir meiri þjáningu, sem vitandi vits er hægt að komast hjá, ef maður velur þann veg, sem er fær, og lærir að sjá. Venjulegur maður gengur lífsveginn sinn eins og væri hann blindur, og veit ekki, að það er hægt að stytta þennan veg og gera hann mýkri fyrir fótinn. Ég álít, að spiritism- inn gefi oss þetta tækifæri. Ég segi ekki, að hann sé eini vegurinn. Einkum á styrjaldartímum hugsa ég — og auðvitað margir aðrir — á þessa leið: Hvaða réttlæti er í því, að milljónum saman skuli ungir menn vera brytjaðir niður og sendir inn í eilífðina, áður en þeir báru nokkuð veru- legt úr býtum af þessu lífi eða fengu nokkuð af því lært? Auðvitað er þetta stórkostlegt óréttlæti, en það væri auk þess gersamlega tilgangslaust, ef þessi fórnarlömb væru að eilífu dáin og horfin. En, hamingjunni sé lof, þetta er ekki svo, — þeir lifa, þeim er tekið mildum höndum, og að lokum fá þeir að vita, hver er tilgangurinn. Þar, sem þeir halda áfram að lifa, er þörf fyrir þá og þar eru þeim fengin störf til að leysa af hendi. Tíminn leyfir ekki að ég fari nákvæmlega út í þetta og nefni dæmi, en þau eru

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.