Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 34

Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 34
28 MORGUNN vér megnum, út úr allri jarðlífsreynslunni, öllum atvikum hennar, hvort sem oss kann að sýnast þau góð eða ill. Miðilsfundir mega aldrei verða markmiðið, þeir eiga að- eins að gefa oss tækifæri, eiga að vera eitt af mörgum tækjum í þjónustu lífsins. Þeir eiga að láta tvo heima mætast eins og á einni brú. Ég veit það mikið vel, að allt þetta um framliðna menn, sem koma og tala við oss eða jafnvel birtast líkamlega, er óverulegt og jafnvel barnalegt í augum margra. Við því er ekkert að segja. Mörgum þætti líka miklu betra, að höf- undurinn að Lars Haard1) sæti heima við að skrifa skáld- sögur en að vera að „skíta sig út“ á öllum þessum þvætt- ingi um anda og annað líf. Aðrir spá því, að allar bækur, sem ég muni síðar skrifa, muni verða spíritistískar. Ekki ber á því enn, og það er trúlegt, að ég eigi enn eftir að skrifa ,,ósvífnar“ bækur í framtíðinni. Það skiptir ekki öllu máli, heldur hitt, að þær verði ærlegar. Eins og sakir standa geri ég það, sem ég álít rétt gagnvart meðbræðr- um mínum. Mikill f jöldi af bréfum hefur sannfært mig um, að það sé eitthvað gott í fólki, sem leitar á nýjum vegum. Vegurinn, sem ég er að benda á, er ekki nýr, en hann er því nær gleymdur. Þrátt fyrir það, eða e. t. v. einmitt þess- vegna er sums staðar svo víðsýnt á honum. Ég hef verið að reyna að benda á nokkra þá staði, þar sem víðsýnið er gott, en ég veit ekki, hvort mér hefur tekizt það. öðru sinni og við önnur skilyrði kynni mér að heppnast betur. Sérhver maður, sem náð hefur nokkurum aldri og lítur um öxl, sér ljóslega, hvernig þau atvikin, sem þýðingar- mest hafa orðið í lífi hans, eru eins og hlekkir í keðju, og þau skýra, hvers vegna líf hans varð einmitt svona, en ekki öðruvísi. Kynni mín af spíritismanum urðu einn slíkur hlekkur í lífi mínu. Litla bókin mín, Torntuppen, sýndi, eins og fundarstjórinn gat um áðan, að hið innra samband var fyrir hendi. Hið ytra samband kom fyrir 1) Lars Haard er ein frægasta skáldsaga greinarhöfundar. Þý6.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.