Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 39

Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 39
MORGUNN 33 3. FERÐIN MEÐ STÍNU. Ég bjó á Hverfisgötu 125. Eigandi hússins bjó þar einnig með dóttur sinni, tæplega þrítugri, er Kristín hét. Hún kom oft inn til okkar hjónanna og hjálpaði konu minni með bömin okkar, sem voru bæði mörg og smá. Hún fékk stundum léðar hjá mér bækur, einkum Morgun, er henni þótti mjög vænt um að fá til lesturs. Einhverju sinni barst í tal lífið eftir dauðann og hafði hún þá orð á því, að það okkar, sem fyrr færi yfir, léti hitt vita. Tók ég vel í það og sagðist ekki skyldi láta standa á mér. En þá segir hún: „Það verður líklega ég, sem þarf að ómaka mig.“ Féll svo talið niður. Nokkurum dögum síðar, þegar ég var að fara til vinnu, sagði Páll faðir hennar mér, að hann færi ekki til vinnu, því að hann þyrfti að fara með Stínu sina í spítala. Mér brá, vissi ekki að hún væri veik. Hann gaf þá skýringu, að það væri botnlanginn, og féll svo talið niður. Kristín var nú skorin upp og tókst það ágætlega. Þetta var rétt fyrir jólin 1928. Þá var það einn morgun, þegar ég var að ganga til vinnu, að Páll sagði mér, að nú ætlaði hann að sækja Stínu sína í dag. Ég varð glaður við, því að Kristín var okkur öllum kær. Um kvöldið, er ég kom heim frá vinnu brá mér illa: Páll sagði mér, að Kristín væri dáin. Á heim- sóknartíma sjúkrahússins var hún glöð og hress, en þegar hún ætlaði að klæða sig, fékk hún svima, og áður en nokk- uð var hægt að gera, var hún dáin. I næsta febrúarmánuði dreymdi mig þennan draum: Mér þykir ég vera í eldhúsinu, en innar af því var svefn- herbergi okkar hjónanna. Meðan ég stend þarna heyri ég barið að dyrum og anza: „Kom inn.“ Hurðin opnast og Kristín snarast inn. Ég hrópa upp: „Stína, ertu komin.“ „Já, eins og ég lofaði,“ svaraði hún. Ég var þess minn- ugur, sem á undan var gengið, og vissi, að þetta var sál- ræni hlutinn af Kristínu. Mér var þetta jafn verulegt og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.