Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Page 47

Morgunn - 01.06.1952, Page 47
MORGUNN 41 tiltekinni skúffu í tilteknu húsi í tilteknum bæ í Frakk- landi. Þar var leitað og arfleiðsluskráin fannst, þar sem miðillinn hafði sagt að hún væri. Þetta varð tilefni þess, að nú fór Mackenzie King að gera tilraunir fyrir sjálfan sig. Aðferðin á fundum Ettu Wriedt var vægast sagt einkennileg. Tilraunamennirnir sátu í kring um borð og á borðinu lá silfurlúður. Lauslega var ýtt við lúðrinum, hann dansaði af stað og nam staðar fyrir framan þann tilraunamanninn, sem skilaboð átti að fá frá andaheiminum. Skilaboðin komu í gegn um lúður- inn. Þar heyrðu menn raddir framliðinna tala, en ekki rödd miðilsins. Stundum gat verið nokkuð erfitt að greina orðin, en röddin, sem i gegn um lúðurinn talaði, var jafnan auðþekkjanleg. Það hafði mikil áhrif á Mackenzie King, að fyrsta röddin, sem talaði til hans, mælti á frönsku. Etta vissi ekki, að Mackenzie King talaði frönsku, enda var frönskukunnátta hans þá ekki fullkomin. Franskan, sem töluð var nú í gegn um lúðurinn, var heldur ekki upp á marga fiska, hún var heldur léleg og málfræðivillur marg- ar. En þetta var rödd eins framliðins æskuvinar Mackenzie King, sem hann hafði oft talað frönsku við á skólaárum þeirra í Canada, til gamans. Hér kom aftur greinilega fram hin gamla vankunátta þeirra æskuvinanna í frönsku. Crið féll af Eftir að Etta Wriedt var dáin, leitaði Mac- náttborðinu. kenzie King til annarra miðla, en sjaldan í Canada. Til þess að koma ekki þessu tiltæki sínu í hámæli heima, leitaði hann helzt miðlanna, þegar hann var í ferðalögum sínum erlendis. 1 tuttugu ár kom hann t. d. aldrei svo til Englands, að hann sæti ekki miðils- fundi. Einn af miðlunum, sem hann sat fundi hjá, var frú Helen Hughes. Hjá henni töluðu ekki raddir í gegn um lúður, hún heyrði aðeins raddirnar sjálf og sagði frá því, sem hún heyrði. Fyrir milligöngu þriðja manns kom King á fund hennar á tilteknum tíma, nefndi ekki nafn sitt, sagði naumast nokkurt orð og settist. Eftir andartaks-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.