Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 49

Morgunn - 01.06.1952, Side 49
MORGUNN 43 aldine Cummins. Blaðamennirnir, sem biðu í gangi gisti- hússins, þekktu allir Bretakonung og stjórnmálamennina báða. En hver var þessi litla kona, og hvers vegna fékk hún aðgang að herbergjum forsætisráðherra Canada? Blaðamennimir þekktu ekki í sjón Geraldine Cummins, þótt hún sé mikið umtöluð kona og hafi ritað bækur um spíritisma. Það hafa aðallega orðið hinar ósjálfrátt skrifuðu orð- sendingar Geraldine Cummins, sem hafa komið upp leyndarmáli Mackenzies King um áhuga hans fyrir sál- rænum efnum. Þetta hafa nú staðfest vinir og ættingjar stjórnmálamannsins, og frá þessum fundum þeirra segir Geraldine Cummins að nokkuru í nýútkominni bók sinni, Unseen Adventures. Sannfæring Mackenzie King var sannfærður spíritisti, en ekki trú. en þó ekki svo, að spíritisminn væri honum nokkur átrúnaður. Hann trúði á sálrænu fyrirbrigðin eins og önnur fyrirbæri í ríki náttúrunnar, en aðhylltist engan veginn neina spíritistíska trú, og harmaði hina algengu tilhneiging manna, að blanda spíritismanum saman við trúna. Honum var möguleikinn fyrir sambandi við annan heim staðreynd á sama hátt og radíó-bylgjumar. Það, hve fáir þekkja enn hinar spíritistísku bylgjur, er engin sönnun gegn þeim, radíóbylgjurnar voru einnig til áður en menn uppgötvuðu þær. Gagnvart umheiminum lagði ráðherrann enga áherzlu á að kynna almenningi spíritismann. Hann óttaðist, að þjóðin hans, sem þekkti hann sem hinn skýra og bráð- skarpa stjórnmálamann, mundi misskilja sannfæringu hans og túlka hana ranglega. Hann vissi, að utan um sál- rænu fyrirbrigðin hafa mennirnir þyrlað upp moldviðri af hégiljum, vitleysum og kukli. En í vinahópi gekk hann jafnan drengilega fram og skýrði frá sjónarmiðum sínum. Á síðustu árum sínum bjó hann til drög að endurminning- um um reynslu sína af miðlum og öndum, og þar ætlaði

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.