Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 60

Morgunn - 01.06.1952, Side 60
54 MORGUNN þeim á óvart, vekur þeim undrun, hugmyndin reynist þeim vera fersk, glæný. En hvort sem um reynslu and- legra stórmenna eða minni spámanna er að ræða, þá virðist það yfirleitt einkenna reynslu þeirra, að ljóðið, sagan, eða tónverkið berst tíðar inn í meðvitund þeirra í einhvers konar svefn- eða leiðsluástandi heldur en í sjálfu vökulífinu. Þess konar ástand vitundarlífsins sýnist hentugast þeim, er koma með gjafir úr nægtabúri til- verunnar. Óvenjulegt mál kom fyrir dómstólana í Berlín árið 1920. Tilraunir höfðu verið gerðar með miðilinn ungfrú Elsu Arnheim og lýsti hún skáldinu Ludwig Uhland (f. 1787, d. 1862), sagðist sjá hann hjá sér. Nafnkunnur þýzkur rithöfundur hélt höndum sínum um báðar hendur miðilsins, en skyndilega kom fram í höndum miðilsins óvænt bréf. Það var guln- að af elli, og voru skrifuð á það tvö rímuð erindi og undir- ritað: Uhland 1920. Við athugun kom í ljós, að erindin voru skrifuð með greinilegri rithönd hins löngu látna skálds, að þau voru orkt nákvæmlega í hans stíl og rituð á pappír frá tímum hans. Nú var farið til annars miðils, honum fengið í hendur þetta blað og annað handrit eftir Uhland. Þessi miðill fullyrti, að bæði bréfin væru rituð af sama manni, en með mjög löngu millibili. Rithöfundurinn, sem haldið hafði um hendur ungfrú Arnheim, þegar blaðið kom fram í höndum hennar, krafð- ist þess, að sér væri dæmdur eignarréttur á blaðinu, en dómstóllinn úrskurðaði, að blaðið væri eign miðilsins. Mál- ið vakti vitanlega talsverða athygli. Úr Encyclopædia of Ps. Science.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.