Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Side 64

Morgunn - 01.06.1952, Side 64
58 MORGUNN an hans þurfti að vita. Maðurinn minn kom nú inn með gestina og sýnin hvarf mér. Ég sagði frá, hvað fyrir mig hefði borið. Daginn eftir sagðist frú S. hafa fundið skjal- ið, en áður hefði hún alls ekki vitað, hvað hún ætti að gera við það. Hún var þakklát fyrir kveðjuna, sem hafði nú alveg sérstakt gildi fyrir hana.“ J. A. þýddi. Synd að þegja. Og þó að mennirnir með áhugann á eilífðarmálunum séu í minnihluta á hverjum einstökum tíma, þó að verald- arvafstrið og efnishyggjan haldi þeim áhuga í fasta svefni að öllum jafnaði, þá er það nú svona, að þær stundir koma fyrir flesta okkar einhvem tíma á ævinni, að eilífðarmálin knýja á dyrnar og sál okkar situr inni fyrir í sorg og ahgist út af því að geta ekki lokið upp. Ég held að þrátt fyrir alla léttúðina og veraldarhyggjuna sé sú þjáning samarúögð svo mikil, að það sé vansæmd siðuðum heimi, hvað lítið hefur verið gert af þekkingu og viti til þess að lina þær þrautir. Þegar sú hugsun kemur — hún bælist oft niður af öðr- um hugsunum, en þegar hún kveður sér hljóðs í sál minni — þá finnst mér það synd og skömm, að segja ekki eitt- hvað af því, sem ég veit um þetta mál. Einar H. Kvaran: Líf og dauOi.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.