Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 77

Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 77
MORGUNN 71 nú til frú Iversen og sagði við hana: „Ég þakka yður, að þér hjálpuðuð mér, þegar ég hringdi til yðar um daginn; ég var með svo viðþolslausan höfuðverk. Mér batnaði hann, en það einkennilega bar við, að þegar þér byrjuðuð að blása, slokknaði ljósið og kviknaði svo aftur af sjálfu sér, þegar þér hættuð. Þegar maðurinn minn kom inn, hafði hann orð á því, að einhver einkennileg lykt væri í herberginu, sem helzt minnti á joðlykt. Glugginn var þó opinn og engin meðöl voru í stofunni.” Þá hló frú Iversen og sagði: „Ég hef aldrei heyrt neinn minnast á þetta með ljósið, en ýmsir hafa talað um að meðalalykt slæi fyrir imdir þessum kringumstæðum." „Ég er víst næst,“ sagði ung og lagleg stúlka með svart hár og falleg, brún augu. Hún lagði frú sér dúk, sem hún hafði verið að sauma í, og gekk til frú Iversen. „Svo þér eruð farnar að starfa,“ sagði frúin glaðlega við stúlkuna. „Dálítið,“ sagði stúlkan og brosti til frú Iversen. Ég minnt- ist þess, að í fyrsta skiptið, sem ég kom til frú Iversen, veitti ég þessari stúlku athygli. Þá grét hún og var sálar- lega illa farin. „Læknarnir vilja láta mig fá rafmagns- „sjokk“, en ég þori það ekki,“ sagði hún þá. „Það þarf ekki, þetta lagast bráðlega; ég hjálpa yður.“ En stúlkan hristi þá höfuðið örvæntingarfull og hvíslaði einhverju að frúnni. „Svona má ekki tala,“ sagði frú Iversen þá og leit alvarlega, en góðlátlega til stúlkunnar. „Lífið brosir bráð- lega við yður aftur, verið þér vissar, og það stóra í lífinu er, að geta borið hverja þá byrði, sem lífið leggur á mann, án þess að gefast upp. Og ég segi yður það fyrir víst, að yður batnar.“ Ég þóttist vita, hverju unga stúlkan hafði hvíslað að frúnni. Henni hafði fundizt lífið bersýnilega of þungt til þess að geta lifað því lengur. Og það var ánægju- legt nú, að sjá þá breytingu, sem á stúlkunni hafði orðið. Næst komu foreldrar með litla telpu, 4% árs að aldri. Litla stúlkan hafði fengið heilabólgu, þegar hún var 4 mánaða gömul. Hún var alveg lömuð, gat ekkert talað og ekki var auðvelt að vita, hve mikið hún skildi eða skynj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.