Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 79

Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 79
MORGUNN 73 lega ef við illkynjaða gikt var að etja. 1 nokkrum tilfell- um stóð hún fyrir aftan hinn sjúka, rétti hendur í áttina til hans og dró armana síðan að sér. Þá var eins og segul- straum legði úr höndum frúarinnar og hinn sjúki féll aftur á bak í áttina til hennar. Stóðu þá tveir karlmenn fyrir aftan hann, maður frú Iversen og annar, sem oft hjálpaði til á stofunni, og gripu þeir sjúklinginn í fallinu. Bersýnilega var um einhvern straum að ræða, sem sogaði sjúklinginn aftur á bak. Sumir sögðust finna glögglega þessa einkennilegu strauma fara um sig. Aðrir fundu ekki neitt, þar á meðal ég. „Það er sterkur straumur í dag,“ sagði frú Iversen og strauk annarri hendinni yfir hnén á miðaldra manni, sem sat á stól skammt frá henni. „Standið þér nú upp,“ sagði hún svo. Maðurinn ætlaði að standa upp, en var eins og í hafti og tókst ekki að standa upp eða skilja fæturna að, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég get það ekki,“ sagði hann því næst mjög vandræða- lega. Frú Iversen hló lítið eitt, strauk aftur hendinni um hné mannsins, en þó á nokkuð annan hátt, og sagði svo: „Getið þér nú staðið upp?“ Það var eins og hlekkir dyttu af manninum. Hann rétti úr sér. Nú gat hann staðið upp. „Ég gjörði þetta bara að gamni mínu,“ sagði frúin vin- gjarnlega. „Næsti,“ sagði hún svo. Stúlka, á að gizka 27 ára, gekk fram. Frú Iversen horfði á hana litla stund. „Hafið þér verið hér áður?“ sagði hún. Frú Iversen var svo einkennilega glögg á allt það fólk, sem til hennar kom, að hún kannaðist við það allt aftur, næstum undantekn- ingarlaust. En nú var hik á henni. Það leit ekki út fyrir að hún byggist við stóru undri þennan daginn. Stúlkan kvaðst hafa komið einu sinni áður, og nú rann ljós upp fyrir frú Iversen. Ég mundi einnig eftir stúlkunni, en trúði tæpast mínum eigin augum. Fyrir einni viku hafði þessi stóra og glæsilega kona komið inn í stofuna við tvær hækj- ur, og auk þess höfðu tveir stutt hana sitt hvoru megin. Nú gekk hún hækjulaust, og ég sá ekki, að hún væri neitt hölt. „Ég hef verið svo þungt haldin af gikt og af þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.