Morgunn


Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 83

Morgunn - 01.06.1952, Qupperneq 83
MORGUNN 77 ég almáttug fremur en aðrir. En mér fannst svo ánægju- legt í gær að geta hjálpað veikri skepnu. Það var kýr, sem var með háan hita og fékkst ekki til að éta. Hitinn lækkaði og eftir nokkra klukkutíma var hún farin að maula heyið sitt.“ Frú Iversen hefir frá mörgu að segja og er skemmtileg. Nú var hringt. „Ég skal gjöra það,“ sagði frúin. „En þegar hann kemur heim, þá má enginn minnast á það við hann, sem skeð hefur.“ Við fengum að vita, að ungur maður hafði verið að smíða sveinsstykki sitt, en orðið móðgaður og reiðst, farið síðan burtu og horfið, og vissi enginn, hvar hann var. Frú Iversen var beðin um að sjá, hvar hann væri og senda honum hugskeyti, sem hefðu þau áhrif á hann, að hann færi heim að nýju og lyki verki sínu. Þess vil ég geta, að í síðasta skipti, sem ég kom til frú Iversen, var hringt til hennar og henni tjáð, að maðurinn væri kominn heim og búinn að ljúka sveins- stykkinu. Þá var næstur maður einn, sem fékk svo mikinn verk í annan fótinn þegar hann gekk, að hann gat ekki staulazt nema stuttan spöl í einu. Þetta var roskinn maður. Frú Iversen horfði á hann litla stund. „Við höfum víst aldrei sézt áður,“ sagði hún svo. „Ekki svo ég viti,“ sagði hann. „En mér lízt svo vei á yður, að ég vona að það verði ekki í síðasta sinni núna,“ bætti hún við. Frú Iversen hefur oft gamanyrði á reiðum höndum og henni þá oft svarað með einhverju hnittilegu, sem vekur hlátur, enda er létt yfir Dönum, og ekki þarf mikið til þess að vekja hjá þeim hlátur. — Frúin fór að strjúka fótinn. „Vitið þér um orsökina að þessum verk?“ Maðurinn kvað nei við því. „Munið þér ekki eftir því að hafa meitt yður, þegar þér voruð búnir að vera sex ár í hjónabandi?" Maðurinn hugsaði sig um, en mælti svo: „Það, sem þér segið, minnir mig óneitanlega á atvik, sem þá kom fyrir mig. Ég datt þá á reiðhjóli í mikilli brekku og gekk illa að jafna mig eftir það áfall.“ „Ég get náttúrlega ekki gjört yður eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.