Morgunn - 01.06.1957, Page 59
MOKGUNN
53
Þetta sama háa mat á andlegum heimi heiðninnar geng-
ur eins og rauður þráður í gegnum ritstörf hins mikil-
hæfasta meðal kristnu, grísku guðfræðinganna, Origenes-
ar, sem rómversk-kaþólsk guðfræði er nú að hefja aftur
mjög til vegs. Origenes leit svo á, að margir forngrísku
spekinganna hefðu haft guðsþekkingu á borð við kristna
menn, og að þess vegna ættu kristnir menn ekki aðeins að
leggja stund á að þekkja hina kristnu opinberun, heldur
einnig hina heiðnu, grísku speki, því að einnig hún væri
lykill að skilningi á helgiritum kristninnar. Að dómi Ori-
genesar segir Kristur ekki: „hjá mér aðeins munuð þér
finna lausn“, því að margir heimspekiskólar og margar
leiðir liggi til sjálfsþekkingar. Hann fullyrðir, að „Guð hafi
ekki aðeins opinberað sjálfan sig í einum afkima jarðar,
í Gyðingalandi. Á öllum öldum hafi orð hans smogið inn
í sálir mannanna og gjört þessa menn að guðsvinum og
spámönnum“. En Origenes viðurkennir ekki aðeins sanna
guðsopinberun í grísku spekinni, heldur einnig í heiðnum
trúarbrögðum. Hann lítur ekki á guði heiðingjanna sem
marklausar ímyndanir, hann lítur á þá sem raunveruleg-
ar og þrásinnir góðar, siðferðilegar andaverur, engla í
þjónustu Guðs, sem geta séð inn í framtíðina, læknað
menn og gjört máttarverk. Jafnvel á guðamyndir heið-
inna manna lítur Órigenes sem ímyndir hins guðlega, sem
kristnir menn megi ekki fyrirlíta. Hann telur grísku goð-
sagnirnar alveg á sama hátt og frásagnir Gltm. líkingar-
myndir eða allegoríur dýpri sanninda. Heiðnu trúarbrögð-
in telur þessi mikli guðfræðingur fornkirkjunnar ekki að-
eins búa yfir mörgum hliðstæðum við kristna trú, heldur
sé uppruna margra kristinna trúarsanninda á leita í heiðnu
trúarbrögðunum. Einkum bendir hann á, hve kristnu laun-
helgarnar sé hinum grísku skyldar. Hann leggur áherzlu
á, að öll trúarbrögð eigi kröfu á að vera tekin til greina,
en öll verði þau jafnframt að sætta sig við gagnrýni.
Menn megi ekki leggja tvenns konar mælikvarða á trú-
L