Morgunn - 01.12.1962, Side 9
MORGUNN
95
ináherzla á það vandasama viðfangsefni, að skýra mið-
ilsgáfuna og gefa leiðbeiningar um meðferð hennar. J.
Þorb. ritar af óskoraðri einlægni það, sem hann telur
sannast um þetta mál. Hitt er þó víst, að um surnar full-
yrðingar, sem fram eru settar, muni sálarrannsókna-
menn allmargir honum ósammála. Það er staðreynd, sem
þó er ekki endanleg sönnun gegn ályktunum J. Þorb.,
því að hér er margt í mikilli óvissu enn. Það er engin
ástæða til þess að rekja efni þessarar bókar hér. Flest-
allir lesendur Morguns ,munu kaupa hana og lesa. En
trúlegt er, að af öllu efninu muni margir þeir, sem sótt
hafa miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni, lesa með
mestri forvitni það, sem um stjómendur hans er sagt,
enda fjallar verulegur kafli bó'karinnar um þá og starf
þeirra.
Um það, sem sagt er um starf andastjórnendanna og
orsakir þess og tildrög að þeir komu að miðilssambandi
Hafsteins, er erfitt að rökræða. Um það verður hver að
trúa því, sem honum þykir skynsamlegt að trúa. Um hitt
má krefjast annarra röksemda, hvoi*t þeir eru raunveru-
lega þeir, sem þeir segjast vera. Um það hefir mjög ver-
ið rætt í ritum sálarrannsóknanna, hverjir væru raun-
verulega hinir svokölluðu stjórnendur
miðlanna. Margir sálarrannsóknar-
menn og meðal þeirra sumir þeir, sem
algerlega eru sannfærðir um skýringu
spíritista á þeim, eru þeirrar skoðunar, að stjórnendurn-
ir séu ekki sjálfstæðir persónuleikar, heldur mismunandi
hliðar á persónuleika jniðilsins sjálfs. Aðrir telja stjórn-
endurna hiklaust framliðna menn, eins og þeir tjá sig
að jafnaði vera. Einhverra hluta vegna er það því miður
svo, að mjög reynist erfitt að láta þessa stjórnendur
sanna, að þeir séu framliðnir menn. Þó virðist það hafa
tekizt stundum og þó aldrei betur, en þegar stjórnandi
hins frábæra transmiðils frú Pipers í Boston, George
Pelham sannaði, hver hann var. Þá eru yíðkunnar og
Hverjir eru
stjórnendur
miðlanna?