Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 35

Morgunn - 01.12.1962, Side 35
MORGUNN 121 það, að hlutlaus rannsókn dómbærra manns myndi af- hjúpa auðvirðilegar blekkingar einar og svik. Sá maðurinn, sem langsamlega mest hvíldi á á þess- um árum, var miðillinn Daníel Dunglas Home. Sakir ættgöfgi sinnar og frábærrar siðfágunar — en hann var af gamalli skozkri aðalsætt, stóðu honum opnar dyr hjá fyrirfólki og mörgum þjóðhöfðingjum aldar- innar, og sumir ágætustu vísindamenn þeirra tíma rann- sökuðu miðilsgáfur hans, en hjá honum birtust með óvenjulegum þroska, svo að segja allar miðilsgáfur, sem fyrr eða síðar eru kunnar. Ævisaga þessa fágæta manns, sem í íslenzkri þýðingu hefir komið fyrir ekki allmörgum árum, er minningu hans því miður ekki fýlli- lega samboðin. Svo frábærlega hreinum höndum fór Home um gáfu sína, að svik urðu aldrei á hann borin, meðan svikabrigzlyrðum rigndi yfir aðra miðla. Hojne var hvorttveggja í senn, mikilhæfasti miðill í sögu sálar- rannsóknanna, og einhver elskuverðasti persóunleiki þeirra allra. Hann andaðist úr lungnatæringu á bezta aldri, en ágætustu menn og hæfustu höfðu rannsakað fyrirbrigði hans og af ævistarfi hans hlaut spíritisminn meri út- breiðslu en fyrir starf nokkurs eins miðils annars. Kaflinn sem þá fer á eftir, er helgaður Madame d'Esperance og ævistarfi hennar, miðilsstarfi, sem varð mjög áhrifamikið. Frá ævi sinni segir hún í hinni ágætu sjálfsævisögu, Shadow Land: Skuggalandið. Frá bam- æsku var hún búin sterkum sálrænum gáfum, og móðir hennar óttaðist, að þetta fallega og yndislega barn væri geðveikt. Madame d'Esperance var hvorttveggja í senn, mannkostakona og miðill með afbrigðum. Hún ferðaðist land úr landi og hélt miðilsstarfi áfram lengi með fá- gætum árangri. Hjá henni gerðust bæði hugræn og lík- amleg fyrirbrigði, og tíðum var sannanagildi þeirra fyr- ir framhaldslífi sálarinnar mikið og sterkt. En hún

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.