Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 44

Morgunn - 01.12.1962, Side 44
130 MORGUNN hann þurfa að koma niður til jarðarinnar aftur, sem námuþræll í Síberíu ef til vill, og gangast að nýju undir prófið í að lifa í jarðneskum líkama, þar sem hann reynir undirgefni 1 staðinn fyrir harðneskjulegt ofríki og völd. Ég tel, að ef til vill sé ekki öllum nauðsynlegt að hverfa aftur niður til efnisins, en öðrum sé það óhjá- kvæmilegt, og einnig álít ég, að ýmsum sé það leyft, þegar það rennur upp fyrir þeim, að það kunni að verða þeim til framfara. Ef til vill er þeim einnig sjálfum leyft að ákveða „aðsetur reynsluskólans." Sé svo, munu þeir vafalaust velja sér þær aðstæður, sem bezt tækifæri skapa þeim og því velja foreldra með tilhlýðilegum eiginleikum. Það, sem þá virðist vera. erfðaeinkenni, get- ur að nokkru leyti verið viturlegt val runnið frá rótum andans, til þess að fullkomna möguleika sína í nýjum efnum. Bach var fæddur af tónlistarfólki, en því skyldum vér tileinka erfðum tónlistargáfuna, þar sem vitað er, að margir tónlistarmenn hafa eignazt böm, sem sneydd eru tónlistargáfu? Auðsjáanlega er ekkert óhjákvæm- legt varðandi tónlistarerfðir. Ef til vill hefur sú sál, sem nú er nefnd Bach, valið sér þau starfstæki og það umhverfi, sem nauðsynlegt var til frekari framfara og fullnógrar tilfinningar. Sálin getur ef til vill ákveðið arfgengi ekld síður en að arfgengi ákveður sálina. Skynsamur kristinn ,maður trúir því, að Guð hafi áform með lífi hvers og eins, og að fylling þess áforms þýði, að vilji hans sé „gerður á jörðu sem í heimi." Ef sérhver fæðing ,í þennan heim er uppruni nýrrar sálar, þá sé ég ekki hvernig framfarir geta nokkum tíma orðið fullkomnaðar með þeim hætti. Allir verði að byrja á upphafinu og yfirgefa síðan jarðlífið sjötíu til áttatíu árum síðar. Hvernig getur framför átt sér stað innst inni í fylgsnum hjartans? Vér getum öðlast dálítinn vísdóm og í ytri efnum geta þeir, sem á eftir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.