Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 63

Morgunn - 01.12.1962, Side 63
MORGUNN 149 bændurna um þessa Söru Clarke. Mikið rétt. Hún hafði verið ráðskona þar fyrir 30 árum. Á þeim árum hefðu horfið nokkrir silfurmunir fjölskyldunnar, en engan hafði grunað, að hin heiðarlega Sara Clarke væri þjófur. Henni var fyrirgefið og eftir það bar aldrei á reimleik- um í gamla húsinu. Hinn víðkunni enski prestur, séra Tweedale segir svo frá: 13. ág. 1905 datt frænka hans í stiga og dó. Hún var jarðsungin í grafreit ættarinnar. Frænkan hét Lea Coat- es. Nokkuru síðar dó systir Leu, sem hafði búið með henni, og móðir séra Tweedales, sem einnig hafði búið með þeim, fluttist þá til sonar síns. Hálfu ári síðar hófust reimleikar á prestssetrinu, og var haldin nákvæm dagbók yfir þá, og áður en lauk var bókin orðin fleiri hundruð skrifaðar blaðsíður. 6. nóv. 1905 sáu þau móðir prestsins, prestskonan, sonur og dæt- ur prestsins og hjálparstúlka á prestssetrinu fleiri dul- arfulla svipi í húsinu. Meðal þeirra var hávaxin, hvít- klædd kona. Fleiri furðuleg fyrirbrigði gerðust samtím- is, fólkið heyrði dularfull hljóð og rödd, sem sagði: „Hjálpaðu mér. María, María, María'V Móðir prestsins hét María. Sex manns urðu vottar að sama fyrirbrigði 11. des.. Þ. 18. des. sátu þau móðir prestsins, sonur hans og dóttir í borðstofunni. Þá hrökk hurðin upp, og sama röddin sagði enn: „Hjálpaðu mér“. Hálfri klukkustund síðar sást hvítklædda konan ganga í fullri birtu gegn- um borðstofuna, áfram gegnum forstofuna og fram í eldhús. Móðir prestsins var óhrædd við þetta með öllu og ásamt dóttur prestsins elti hún hvítklæddu konuna og gamla konan reyndi árangurslaust að grípa til henn- ar. Á leiðinni gegnum forstofuna, sáu sonur prestsins og önnur dóttirin þá hvítklæddu. Og þegar hún nálgað- ist bakdyrastigann sá einnig kona prestsins og vinnu- stúlkan hana. Móðir prestsins elti hana upp stigann og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.