Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 51

Morgunn - 01.12.1962, Side 51
MORGUNN 137 taka aftur þau próf, sem hún stóðst ekki á jörðinni". Talsverður tími getur liðið milli jarðvista. Joan Grant, sem hefur skrifað margar heillandi bæk- ur, sérstaklega æfisögu sína, sem nefnd er „Frá ómuna tíð“, (Time out of mind) og ég mæli með við yður að lesa, telur fimm þúsund ár milli tveggja jarðvista sinna. 1 bók dr. Alexandcrs Cannons „Máttarvöldin" (Powers that be) talar hann um að meðaltímabil milli jarðvista sé þúsund ár og sé þá lifað á öðrum hnöttum í astral líkama. III) Þriðja mótbáran er ekki líkt því eins sannfærandi að mínum dómi og hún kann að virðast. „En“, segir and- mælandinn, „ég mundi missa persónuleika minn í mörg- um endurholdgunum' ‘. Eg held þér gerið það ekki, ekki fremur en þér hafið þegar misst hann margoft. Setjum sein svo, að þér séuð William Tompkins. Ágætt: Eruð þér sami litli William Tompkins, sem var flengdur fyrir að ko,ma of seint í skólann? Viljið þér halda persónuleika hans? Eruð þér William Tompkins, sem skrifaði romantísku ljóðin og staklc þeim í hendina á sextán ára stúlkunni með ljósu flétturnar? Viljið þér halda persónuleika hans? Eruð þér William Tompkins, sem var vikið úr starfi fyrir að geta ekki staðið skil á peningunum, er hann veitti við- töku fyrir hönd fyrirtækisins, sem hann vann hjá? Finnst yður þér vera rændur einhverju, ef þér missið hann úr persónuvitund yðar. Eruð þér William Tomp- kins með liðagigtina, daufu heyrnina, sjóndaufu augun og líkamlegu vanheilsuna? Gerið þessa tilraun. Segið William Tompkins, William Tompkins,. William Tomp- kins yfir sjálfum yður hundrað sinnum upphátt. Imynd- ið yður hundrað þúsund engla allt umhverfis yður, sem gera slíkt hið sama. Allan heiminn syngjandi „William Tompkins“. Hversu nauðsynlegt er það, að allur per- sónuleiki William Tompkins væri í hundrað, þúsund, tíu þúsund, hundrað þúsund ár? Alltaf William Tompkins.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.