Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 28
Draumvísa Maríu Sveinsdóttur ★ Þóra hét kona, Jóhannosdóttir, fædd að Hrólfsstöðum í Skagafirði 13. apríl 1843. Hún bjó lengi að Lágmúla á Skaga, eða árin 1895-1922. Þóra var greind kona og minnug vel á atburði og sög- ur. Hún var léttlynd að eðlisfari og kom vel fvrir sig orði ,í viðtölum og á mannamótum. Ljóðelsk var hún og hagmælt talin, þótt eigi kunni ég nánar frá því að segja. Síðari hluta ævinnar var Þóra mjög heilsulítil. Lá hún rúmföst á annan áratug og lengi þrautum þjáð. Þóra lézt að heimili sínu 18. des. 1922. Ein af kunningjakonum Þóru á Lágmúla var móðir mín, María Jóhanna Sveinsdóttir húsfreyja að Þangmúla á Skaga 1895-1923. Hún var einnig raunabam, átti við langa og þunga vanheilsu að stríða síðari árin. Sumarið 1924 sótti ég foreldra mína heim, áður en ég hvarf til prestsþjónustu í Landeyjarþingum. Var móð- ir mín þá rúmföst, máttvana og hrörnandi, þótt eigi ætti. hún nema 46 ár að baki. Varð skilnaður okkar með þungum trega á báðar hliðar. Kvað hún okkur þá mundu sjást í síðasta sinn. Er ég lét í ljós vonir um að svo yrði ekki, sagði hún mér draum sinn. Dreymdi hana, þegar Þóra á Lágmúla lá á líkbörun- ura, að hún kæmi til sín, lyti brosandi niður að rekkj- unni og mælti fram þessa vísu: Lífs frá stríði ligg ég nár, laus við alla pínu. Og þú átt aðeins örfá ár eftir af lífi þínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.