Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 42

Morgunn - 01.12.1962, Side 42
128 MORGUNN svo á persneska tungu. Þegar hann var sex ára gamall g-at hann leyst úr erfiðustu stærfræðiiegum viðfangsefn- um, þar sem hann sat yfir leikföngum sínum,, og stjömu- fræðingurinn Dr. Brinkley sagði um hann átján ára: „Ég segi ekki, að þessi ungi maður verði fremsti stamð- fræðingur sinnar samtíðar, ég segi að hann sé mesti stærðfræðingur sinnar samtíðar. öll gætum vér sagt sögur af undrabörnum, en hvemig eigum vér að útskýra þær. Fjögurra ára gamall skrifaði Mozart Sónötu og óperu sjö ára gamall. Málverk var valið á sýningu í Parísar Salon, eftir Marvel Lawallard tólf ára gamlan. Drengur að nafni Zerah Colbum, gat átta ára gamall leyst úr erfiðustu stærðfræðilegum við- fangsefnum. Þegar hann var spurður að því, hve marg- ar mínútur væru í 40 árum, svaraði hann án þess að skrifa staf, 25.288.800. — Er það tilviljun sem ræður því að átta ára stúlkubarni eru gefnar gáfur langt fram yfir það sem fullorðið fólk hefur á tónlistarsviðinu, jafnvel þó það hafi áralangan náms- og reynsluferil í listgreininni? Er það einungis heppni, að fjórtán ára drengur geti skrifað villulausa persnesku? Sé svo, þá er lífið duttlungafullt engu síður en óréttlátt. eða getur hugsast, að þau hafi verið hér áður? Plato trúði af hjartanlegri einlægni á endurholdgun og hans fræga kenning um endurminninguna fullyrðir að „þekking", se.m fæst fyrirhafnalaust sé sú, sem hið varanlega sjálf öðlast í fyrri jarðvistum og birtist því auðveldlega. Á öðrum sviðum sjáum vér ráðgátuna ekki augljósa, heldur óskiljanlega. í einni og sömu fjölskyldunni virð- ast sum bamanna búa yfir undraverðum vísdómi, vera „gamlar sálir“ og hafa þroska fram yfir það, sem aldur þeirra gæti hafa skapað þeim eða listrænt mat á ein- hverju því sviði, sem margt fullorðið fólk er á barnalegu þroska stigi. Vér sjáum fulltíða kvenfólk lesa kímni- sögur og fullorðna menn verða önuga og uppvæga yfir að tapa í leik. Konfúsíus, hinn vitri, fomi heimspeking-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.