Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 50

Morgunn - 01.12.1962, Side 50
136 MORGUNN flesta, að minni frá fyrri jarðvistum afmáist. Vér getum ekki einu sinni munað ýkja margt frá fyrstu æfiárum vorum. Eigi að síður leggja sálfræðingar áherzlu á gildi þeirra ára. Þau væru einskis virði, ef önnur persóna upplifði þau, en með því að bera fyrir oss ákvörðuðu þau viðbrögð vor til lífsins, þau ákvarða og, of eindregið að því sumir telja, hið persónulega mót alls lífs vors. Ávextir reynslunnar eru ekki undir því komnir að muna eftir einstökum atvikum. Þökkum Guði fyrir að oss er og mun verða mögulegt að gleyma óþægilegum atburð- um. Ef ég hefi verið vesæl manntegund í fyiri jarðvist, sem ég hlýt að hafa verið, ef þetta líf er framför frá hinu fyrra, þá er ég ánægður að þurfa ekki að muna eftir því, jafnvel þó ég líði fyi’ir afleiðingamar af röng- um athöfnum, sem ég framdi þá. II) önnur mótbára virðist ekki fremur hafa stoð. Hún er þessi: „en ég treysti á að hitta ástvini mína aftur eft- ir dauðann". — Og setjum sem svo, ritar einn vinur minn, að ástvinur minn sé farinn aftur til jarðarinnar til þess að verða ítalskur „lírukassa-leikari“ og ég verði því af ánægju endurfundanna. Vinur minn, sem talar af meiri alvöru, skrifar: „Lofaði Kristur ekki að verða í Paradís með ræningjanum á einum og sama degi?" Hugsum oss að ræninginn endurholdgaðist í öðrum lík- ama“. Vissulega sagði Kristur þessi orð, sem eru meðal þeirra dýrmætustu í heiminum. Frá mér taka þau allan ótta um að ég hitti ekki ástvini mína aftur. En enginn þeirra, sem um fræði endurholdgunar fjalla, heldur því fram að hún eigi sér stað þegar eftir jarðlíf- íð. Margt þarf að nema á ólíkum tilverusviðum. Samt er hugsanlegt, að hundrað ár eða svo samkvæmt jarð- nesku tímatali líði unz sálin finnur þá einu leið til fram- fara, þeirra framfara, sem hana hungrar stöðugt í, í vaxandi mæli, að fara eins og ég nefndi það áður „og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.