Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 53

Morgunn - 01.12.1962, Side 53
Verndarenglar ★ Trúin á verndarengla er þungamiðja kristilegrar englatrúar. Gamla testamentið segir oss frá englum, sem heimsóttu Abraham, hjálpuðu Hagar í eyðimörkinni, vernduðu mennina þrjá í eldstofninum og leiddu Lot og fjölskyldu hans úr hinum fordæmdu borgum. Nýja testamentið segir frá englinum, sem varaði Jósef við yfirvofandi hættu og sagði honum að fara um skeið frá Gyðingalandi. Og Nýja testamentið segir frá englum, sem leystu postulana úr fangelsi og leiddu þá út um miðja nótt. Trúin á verndarengla skipar ákveðinn sess í kaþólskri trú og kenningu. Mesti guðfræðingur rómversku kirkj- unnar, Tómas Aquinas, segir: Þegar við fæðinguna er barninu fenginn verndarengill. Það er eftirtektarvert, að hér er Guð ekki látinn gefa skírðum börnum einum vemdarengil. Og sjálfur Lúther segir: „Vita skulum vér það, að allra beztu vinir vorir eru ósýnilegir. En það eru blessaðir englarnir, sem í trúfesti sinni og hollustu, fórnarvilja sínum og sannri vináttu, fara langar leiðir fram úr beztu jarðnesku vinunum, sem vér getum eign- ast. Þannig njótum vér samfélagsins við himneska anda á marga lund“. Hugarburður og barnaleg rómantík verður þrásinnis fyrir oss í englatrú lcristinna manna. En stundum sýnast englar hafa birtzt hér jarðneskum mönnum, íklæddir ljósi eða í mannlegri mynd. Vér getum notið verndar þeirra á hættustund, ef vér erum opnir fyrir slíkri hjálp. Þeir innblása listamenn og rithöfunda. Á fæðing- arstund og á dánardegi eru þeir hjá oss. Samanber

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.