Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 40
126 MORGUNN Þá kemur mér Jane Jones í huga. Hún fæddist blind eða heyrnarlaus eða krypplingur á fátæku heimili, þar sem drykkfelldur faðir gerði líf allra að kvöl. Undan þessu getur Jane ekki losnað, hún getur ekki gifzt og eignazt sitt eigið heimili og aldrei öðlast það lif, sem Bettý nýt- ur . . Sumir munu minnast rithöfundarins og fyrirles- arans Helen Keller, sem missti tveggja ára gömul bæði sjón og heyrn, eða svipaðra tilfella um sigur yfir örðug- leikunum, en þau dæmi eru ákaflega fátíð. Aðra dreymir um, „að hlutskiptin verði jöfnuð í himnaríki". Á þá Betty samkvæmt því að þjást í himnaríki vegna þess að hún var hamingjusömn í jarðríki? Hvaða réttlæti væri í því? Ekkert, áreiðanlega yrði slíkt ekki til r.eins ábata fyrir Jane. Hún er heldur ekki svo hefnigjörn eða lítilmótleg að æskja slíks. Á þá að launa eða bæta Jane þetta? Hverskonar uppbætur geta komið fyrir hálfrar aldar ógæfu í jarðríki? Oss bregður við að heyra, þegar fjár- bætur eru greiddar manni, sem saklaus hefur verið fang- elsaður. Hvernig getur slíkt bætt upp andlega angist, glötuð ár, óhamingju og kvalir allra ættingja hans? Er mannleg eymd þá aðeins undir tilviljun komin? Ef svo er, hve óréttlátt er þá ekki lífið? Er það vilji Guðs? En hve hann hlýtur þá að vera ólíkur mennskum föður, sem yrði varpað 1 fangelsi fyrir slíka misbeitingu vilja síns. En, ef vér föllumst á hugmyndina um, að allt þetta misrétti séu afleiðingar — í heimi orsaka og afleiðinga — af fyrri orsökum, uppskera fjrlægrar fortíðar, ávöxt- ur fyrra ágætis, þá er réttlætistilfinningu vorri borgið. Þá er lemstraði líkaminn ekki meiri leyndardómur, en líkami, sem liggur lemstraður neðan við bjargið stóra, vegna þess að eigandi hans gætti ekki að hvert hann fór. Vér verðum oft vitni að þjáningu, sem er auðsjáanlega afleiðing af nýafstaðinni heimsku eða fávizku eða synd. Ekkert af þessu er vilji Guðs, heldur hið gagnstæða, — vizka, þekking og hreinleiki —. Er ekki hugsanlegt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.