Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 28

Morgunn - 01.12.1962, Side 28
Draumvísa Maríu Sveinsdóttur ★ Þóra hét kona, Jóhannosdóttir, fædd að Hrólfsstöðum í Skagafirði 13. apríl 1843. Hún bjó lengi að Lágmúla á Skaga, eða árin 1895-1922. Þóra var greind kona og minnug vel á atburði og sög- ur. Hún var léttlynd að eðlisfari og kom vel fvrir sig orði ,í viðtölum og á mannamótum. Ljóðelsk var hún og hagmælt talin, þótt eigi kunni ég nánar frá því að segja. Síðari hluta ævinnar var Þóra mjög heilsulítil. Lá hún rúmföst á annan áratug og lengi þrautum þjáð. Þóra lézt að heimili sínu 18. des. 1922. Ein af kunningjakonum Þóru á Lágmúla var móðir mín, María Jóhanna Sveinsdóttir húsfreyja að Þangmúla á Skaga 1895-1923. Hún var einnig raunabam, átti við langa og þunga vanheilsu að stríða síðari árin. Sumarið 1924 sótti ég foreldra mína heim, áður en ég hvarf til prestsþjónustu í Landeyjarþingum. Var móð- ir mín þá rúmföst, máttvana og hrörnandi, þótt eigi ætti. hún nema 46 ár að baki. Varð skilnaður okkar með þungum trega á báðar hliðar. Kvað hún okkur þá mundu sjást í síðasta sinn. Er ég lét í ljós vonir um að svo yrði ekki, sagði hún mér draum sinn. Dreymdi hana, þegar Þóra á Lágmúla lá á líkbörun- ura, að hún kæmi til sín, lyti brosandi niður að rekkj- unni og mælti fram þessa vísu: Lífs frá stríði ligg ég nár, laus við alla pínu. Og þú átt aðeins örfá ár eftir af lífi þínu.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.